Sjálfsmark fréttastofu 25. mars 2005 00:01 Fréttastofa Stöðvar 2 skoraði í fyrrakvöld eitt ævintýralegasta sjálfsmark sem sést hefur í íslenskri fjölmiðlasögu. Fréttastofan sölsaði þá undir sig komu Bobby Fischer til Íslands og ýtti ekki aðeins til hliðar öðrum fjölmiðlum heldur einnig þeim mönnum sem hafa lagt á sig mikla vinnu til þess að fá Fischer lausan úr varðhaldi í Japan og greiða götu hans hingað til lands. Í yfirlýsingu sem Einar S. Einarsson, einn af aðalmönnum úr stuðningsnefnd Fischers, sendi frá sér í gær kemur fram að ekkert hafi orðið úr lítilli móttökuathöfn sem nefndin hafði skipulagt vegna afskipta Páls Magnúsonar, fréttastjóra Stöðvar 2, af komu Fischers. Þar segir líka: "Það hlýtur að vera algjört einsdæmi að fréttamiðill taki atburðarásina í eigin hendur af skipuleggjendum og stýri framvindu atburðar til að geta setið einn að hitunni." Nú er síður en svo nokkuð við það að athuga að fjölmiðlar leggi sig fram um að sitja einir að góðri frétt og skjóta þannig keppinautum sínum ref fyrir rass en ef það er gert á kostnað trúverðugleika og hreinlega sannleikans eins og gerðist í útsendingu Stöðvar 2 í fyrrakvöld þá er betur heima setið en farið af stað. Framkoma fréttamannanna Kristján Más Unnarssonar og Ingólfs Bjarna Sigfússonar í beinni útsendingu fréttastofunnar var þeim til minnkunnar og hlýtur að vera klárt brot á 1. grein siðareglna Blaðamannafélags Íslands þar sem segir: "Blaðamaður leitast við að gera ekkert það, sem til vanvirðu má telja fyrir stétt sína eða stéttarfélag, blað eða fréttastofu. Honum ber að forðast hvaðeina sem rýrt gæti álit almennings á starfi blaðamanns eða skert hagsmuni stéttarinnar. Blaðamaður skal jafnan sýna drengskap í skiptum sínum við starfsfélaga." Öll umgjörð um komu Fischers var greinilega þaulskipulögð með það fyrir augum að Stöð 2 sæti ein að viðtali við Fischer við þetta tækifæri. Það var því átakanlegt að fylgjast með leikþætti Kristján Más og Ingólfs Bjarna þegar þeir reyndu að láta eins og atburðarásin væri ekki í þeirra höndum. Ingólfur Bjarni náði einn fréttamanna tali af Fischer þegar hann steig frá borði en í stað þess að freista þess að fá við hann viðtal teymdi hann skákmeistarann beint inn í bíl og lét sig hafa það að segja áhorfendum að nú færi örþreyttur Fischer beint í háttinn á hótel Loftleiðir. Það er ómögulegt að ætla annað en að þar hafi Ingólfur Bjarni blákalt hliðrað til sannleikanum vitandi að fréttastofan myndi sjónvarpa viðtali við Fischer nokkrum mínútum síðar. Þáttur fréttastjórans Páls Magnússonar í þessari uppákomu er kapítuli útaf fyrir sig. Hann stígur inn í atburði sem þátttakandi og gerandi í stað þess að standa fyrir utan þá og flytja af þeim fréttir. Og sá gjörningur að nýta sér kostun Baugs (aðaleiganda þess fjölmiðlafyrirtækis sem Páll starfar fyrir) á einkaþotu undir Fischer til þess að skapa sér forskot á frétt, er auðvitað dæmi um svo undarlega dómgreind að maður verður nánast orðlaus. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Jón Kaldal Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun
Fréttastofa Stöðvar 2 skoraði í fyrrakvöld eitt ævintýralegasta sjálfsmark sem sést hefur í íslenskri fjölmiðlasögu. Fréttastofan sölsaði þá undir sig komu Bobby Fischer til Íslands og ýtti ekki aðeins til hliðar öðrum fjölmiðlum heldur einnig þeim mönnum sem hafa lagt á sig mikla vinnu til þess að fá Fischer lausan úr varðhaldi í Japan og greiða götu hans hingað til lands. Í yfirlýsingu sem Einar S. Einarsson, einn af aðalmönnum úr stuðningsnefnd Fischers, sendi frá sér í gær kemur fram að ekkert hafi orðið úr lítilli móttökuathöfn sem nefndin hafði skipulagt vegna afskipta Páls Magnúsonar, fréttastjóra Stöðvar 2, af komu Fischers. Þar segir líka: "Það hlýtur að vera algjört einsdæmi að fréttamiðill taki atburðarásina í eigin hendur af skipuleggjendum og stýri framvindu atburðar til að geta setið einn að hitunni." Nú er síður en svo nokkuð við það að athuga að fjölmiðlar leggi sig fram um að sitja einir að góðri frétt og skjóta þannig keppinautum sínum ref fyrir rass en ef það er gert á kostnað trúverðugleika og hreinlega sannleikans eins og gerðist í útsendingu Stöðvar 2 í fyrrakvöld þá er betur heima setið en farið af stað. Framkoma fréttamannanna Kristján Más Unnarssonar og Ingólfs Bjarna Sigfússonar í beinni útsendingu fréttastofunnar var þeim til minnkunnar og hlýtur að vera klárt brot á 1. grein siðareglna Blaðamannafélags Íslands þar sem segir: "Blaðamaður leitast við að gera ekkert það, sem til vanvirðu má telja fyrir stétt sína eða stéttarfélag, blað eða fréttastofu. Honum ber að forðast hvaðeina sem rýrt gæti álit almennings á starfi blaðamanns eða skert hagsmuni stéttarinnar. Blaðamaður skal jafnan sýna drengskap í skiptum sínum við starfsfélaga." Öll umgjörð um komu Fischers var greinilega þaulskipulögð með það fyrir augum að Stöð 2 sæti ein að viðtali við Fischer við þetta tækifæri. Það var því átakanlegt að fylgjast með leikþætti Kristján Más og Ingólfs Bjarna þegar þeir reyndu að láta eins og atburðarásin væri ekki í þeirra höndum. Ingólfur Bjarni náði einn fréttamanna tali af Fischer þegar hann steig frá borði en í stað þess að freista þess að fá við hann viðtal teymdi hann skákmeistarann beint inn í bíl og lét sig hafa það að segja áhorfendum að nú færi örþreyttur Fischer beint í háttinn á hótel Loftleiðir. Það er ómögulegt að ætla annað en að þar hafi Ingólfur Bjarni blákalt hliðrað til sannleikanum vitandi að fréttastofan myndi sjónvarpa viðtali við Fischer nokkrum mínútum síðar. Þáttur fréttastjórans Páls Magnússonar í þessari uppákomu er kapítuli útaf fyrir sig. Hann stígur inn í atburði sem þátttakandi og gerandi í stað þess að standa fyrir utan þá og flytja af þeim fréttir. Og sá gjörningur að nýta sér kostun Baugs (aðaleiganda þess fjölmiðlafyrirtækis sem Páll starfar fyrir) á einkaþotu undir Fischer til þess að skapa sér forskot á frétt, er auðvitað dæmi um svo undarlega dómgreind að maður verður nánast orðlaus.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun