Afvegaleiddur aðstoðarritstjóri Páll Magnússon skrifar 28. mars 2005 00:01 Sem betur fer eru margir metnaðarfyllri og aðgangsharðari blaðamenn á Fréttablaðinu en Jón Kaldal, aðstoðarritstjóri, virðist vera. Annars væri illa fyrir því komið. Ég er reyndar enn með ónot yfir því að nokkur blaðamaður yfirleitt geti skrifað leiðara á borð við þann sem Jón birti í Fréttablaðinu á laugardaginn var. Eftir að hafa tekið uppspuna Einars S. Einarssonar, um gang mála við komu Bobbys Fischers til landsins, góðan og gildan - þrátt fyrir að hann hafi verið marghrakinn af öllum sem til þekktu - heldur Jón Kaldal því fram án rökstuðnings, að tiltekinn fréttamaður Stöðvar 2 hafi logið að áhorfendum. Nú ég veit með fullri vissu að það gerði fréttamaðurinn auðvitað ekki. Eftir stendur þessi ómerkilega, óheiðarlega og staðlausa fullyrðing Jóns Kaldals, sem sjálf þverbrýtur einmitt þá 1.grein siðareglna Blaðamannafélagsins, sem vitnað er til í leiðaranum. Tvennt í viðbót: Jón Kaldal telur það hafa verið mikinn ljóð á ráði undirritaðs þetta kvöld , að "Hann stígur inn í atburði .....í stað þess að standa fyrir utan þá og flytja af þeim fréttir". Má það ekki? Mátti t.d. Árni Snævarr ekki "stíga inn í" og trufla einhverskonar móttökuathöfn fyrir kínverskan ráðamann hér um árið og spyrja hann um mannréttindamál í Kína? Jú, hann bæði mátti og átti að gera það. Fréttamenn bæði mega og eiga nefnilega að "stíga inn í atburði" ef svo ber undir, þótt ég hafi reyndar ekki gert það á flugvellinum eins og Jón Kaldal heldur fram. Og til allrar hamingju hafa blaðamenn Fréttablaðsins margoft haft í sér döngun til að "stíga inn í atburði", þótt aðstoðarritstjórinn hafi hana ekki. Og svo segist Jón Kaldal "...nánast orðlaus" yfir þeim gjörningi "...að nýta sér kostun Baugs (aðaleiganda þess fjölmiðlafyrirtækis sem Páll starfar fyrir) á einkaþotu undir Fischer, til að skapa sér forskot á frétt...". Ég spyr enn: má það ekki? Ef Fréttablaðinu hefði t.d. boðist sæti fyrir ljósmyndara í flugvélinni sem flutti Fischer til landsins - og þannig fengið forskot á önnur blöð - hefði þá Jón Kaldal hafnað því? Allir alvöru fréttamiðlar hefðu auðvitað nýtt sér slíkan möguleika, og t.d. spurðist ágætur fréttamaður Ríkissjónvarpsins fyrir um það hvort hann gæti fengið sæti í vélinni. Eða á að skilja orð Jóns Kaldals sem svo, að Stöð 2 mátti ekki þiggja farið með vélinni af því að það var einmitt Baugur sem kostaði hana? Hefðum við mátt það ef t.d. KB-banki eða Landsbankinn hefðu kostað hana? Þá verð ég að upplýsa aðstoðarritstjórann um það grundvallaratriði, að eignarhald Baugs á Stöð 2 hefur engin áhrif á umgengni eða umfjöllun fréttastofunnar um það fyrirtæki. Það sem er í lagi gagnvart t.d. Landsbankanum er í lagi gagnvart Baugi - og öfugt. En úr því að Jón Kaldal er svona beyglaður af þessu eignarhaldi verður hann að upplýsa lesendur Fréttablaðsins um hvaða áhrif það hefur á umgengni og umfjöllun blaðsins um Baug. Er hún meiri eða minni? Jákvæðari eða neikvæðari? Satt best að segja finnst mér að Jón Kaldal ætti af umhyggju fyrir sjálfsmynd sinni sem blaðamaður að reyna að gleyma því sem fyrst að hafa skrifað þennan leiðara. Svo ætti Jón að sjá sóma sinn í því að biðja fyrrnefndan fréttamann afsökunar á að hafa vænt hann um lygi. Ég reikna hins vegar ekki með því að Jón Kaldal geri það - og hafi hann þá skömm fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Magnússon Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Sem betur fer eru margir metnaðarfyllri og aðgangsharðari blaðamenn á Fréttablaðinu en Jón Kaldal, aðstoðarritstjóri, virðist vera. Annars væri illa fyrir því komið. Ég er reyndar enn með ónot yfir því að nokkur blaðamaður yfirleitt geti skrifað leiðara á borð við þann sem Jón birti í Fréttablaðinu á laugardaginn var. Eftir að hafa tekið uppspuna Einars S. Einarssonar, um gang mála við komu Bobbys Fischers til landsins, góðan og gildan - þrátt fyrir að hann hafi verið marghrakinn af öllum sem til þekktu - heldur Jón Kaldal því fram án rökstuðnings, að tiltekinn fréttamaður Stöðvar 2 hafi logið að áhorfendum. Nú ég veit með fullri vissu að það gerði fréttamaðurinn auðvitað ekki. Eftir stendur þessi ómerkilega, óheiðarlega og staðlausa fullyrðing Jóns Kaldals, sem sjálf þverbrýtur einmitt þá 1.grein siðareglna Blaðamannafélagsins, sem vitnað er til í leiðaranum. Tvennt í viðbót: Jón Kaldal telur það hafa verið mikinn ljóð á ráði undirritaðs þetta kvöld , að "Hann stígur inn í atburði .....í stað þess að standa fyrir utan þá og flytja af þeim fréttir". Má það ekki? Mátti t.d. Árni Snævarr ekki "stíga inn í" og trufla einhverskonar móttökuathöfn fyrir kínverskan ráðamann hér um árið og spyrja hann um mannréttindamál í Kína? Jú, hann bæði mátti og átti að gera það. Fréttamenn bæði mega og eiga nefnilega að "stíga inn í atburði" ef svo ber undir, þótt ég hafi reyndar ekki gert það á flugvellinum eins og Jón Kaldal heldur fram. Og til allrar hamingju hafa blaðamenn Fréttablaðsins margoft haft í sér döngun til að "stíga inn í atburði", þótt aðstoðarritstjórinn hafi hana ekki. Og svo segist Jón Kaldal "...nánast orðlaus" yfir þeim gjörningi "...að nýta sér kostun Baugs (aðaleiganda þess fjölmiðlafyrirtækis sem Páll starfar fyrir) á einkaþotu undir Fischer, til að skapa sér forskot á frétt...". Ég spyr enn: má það ekki? Ef Fréttablaðinu hefði t.d. boðist sæti fyrir ljósmyndara í flugvélinni sem flutti Fischer til landsins - og þannig fengið forskot á önnur blöð - hefði þá Jón Kaldal hafnað því? Allir alvöru fréttamiðlar hefðu auðvitað nýtt sér slíkan möguleika, og t.d. spurðist ágætur fréttamaður Ríkissjónvarpsins fyrir um það hvort hann gæti fengið sæti í vélinni. Eða á að skilja orð Jóns Kaldals sem svo, að Stöð 2 mátti ekki þiggja farið með vélinni af því að það var einmitt Baugur sem kostaði hana? Hefðum við mátt það ef t.d. KB-banki eða Landsbankinn hefðu kostað hana? Þá verð ég að upplýsa aðstoðarritstjórann um það grundvallaratriði, að eignarhald Baugs á Stöð 2 hefur engin áhrif á umgengni eða umfjöllun fréttastofunnar um það fyrirtæki. Það sem er í lagi gagnvart t.d. Landsbankanum er í lagi gagnvart Baugi - og öfugt. En úr því að Jón Kaldal er svona beyglaður af þessu eignarhaldi verður hann að upplýsa lesendur Fréttablaðsins um hvaða áhrif það hefur á umgengni og umfjöllun blaðsins um Baug. Er hún meiri eða minni? Jákvæðari eða neikvæðari? Satt best að segja finnst mér að Jón Kaldal ætti af umhyggju fyrir sjálfsmynd sinni sem blaðamaður að reyna að gleyma því sem fyrst að hafa skrifað þennan leiðara. Svo ætti Jón að sjá sóma sinn í því að biðja fyrrnefndan fréttamann afsökunar á að hafa vænt hann um lygi. Ég reikna hins vegar ekki með því að Jón Kaldal geri það - og hafi hann þá skömm fyrir.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun