Viðskipti innlent

Hlutaféð seldist allt í áskrift

Nýtt hlutafé í Landsbankanum upp á tæpa tíu milljarða seldist allt í áskrift til hluthafa og er útboðinu lokið. Miðað við efnahag er bankinn nú orðinn þriðja stærsta fyrirtæki á Íslandi. Talsmenn bankans segja að farið hafi verið í útboðið til að styrkja eiginfjárstöðu bankans og opna möguleika á ytri vexti, þegar og þar sem ný tækifæri bjóðast. Í viðskiptaheiminum heyrist að bankinn sé að þessu til að styrkja stöðu sína ef til þess komi að hann blandi sér í væntanleg átök um kaup á Landssímanum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×