Viðskipti innlent

Sjávarútvegsfyrirtækjum fækkar

Aðeins þrjú sjávarútvegsfyrirtæki verða skráð í Kauphöll Íslands þegar Samherji á Akureyri verður væntanlega afskráður þar í sumar í kjölfar yfirtökutilboðs aðaleigendanna og samstarfsfélaga þeirra á öllu öðru hlutafé í félaginu. Sjávarútvegsfyrirtækin eru því á hraðri útleið úr Kauphöllinni. Fyrir aðeins þremur árum voru sextán sjávarútvegsfyrirtæki þar á skrá og réðu þau yfir u.þ.b. 46 prósentum heildarkvótans. Fyrirtækin sem eftir eru í Kauphöllinni eru HB Grandi, Vinnslustöðin og Þormóður rammi - Sæberg.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×