Stórverslun en líka hverfisbúð 31. mars 2005 00:01 "Við erum búin að breyta öllu og hér er allt alveg nýtt og fínt. Skipulagið hefur líka breyst. Við vorum með opnunartilboð þegar verslunin opnaði og það var rosalega mikið að gera. Fólk hefur tekið afskaplega vel á móti okkur," segir Fanney Kim Du, verslunarstjóri Nóatúns-verslunarinnar. Fólkið í nágrenni verslunarinnar hefur greinilega saknað Nóatúnsins síns en Fanney saknaði líka viðskiptavinanna. "Þetta er stór verslun en samt hverfisbúð. Ég kannast við flesta sem versla hér og það er voðalega gott að vera komin aftur til starfa," segir Fanney en hún hefur unnið í Nóatúni í tæplega tuttugu ár. "Ég byrjaði þegar ég var þrettán ára en ég hef reyndar bara verið verslunarstjóri í eitt og hálft ár. Fyrir það var ég til dæmis aðstoðarverslunarstjóri og innkaupastjóri. Mér finnst mjög gaman að vera ekki að gera alltaf það sama. Ég hef gert ýmislegt innan verslunarinnar og það er gott að hafa fjölbreytni í starfinu." "Við höfum aukið úrval af grænmeti og kælivöru þannig að nú bjóðum við upp á meira magn af ferskum vörum. Síðan er bakarí í búðinni þar sem tveir starfsmenn vinna við bakstur og afgreiðslu -- en áður þurfti fólk að hjálpa sér sjálft. Kjötborðið er á sama stað en er nú orðið stærra og flottara -- eins og öll búðin. Það er voða gaman að vinna hér og allir ánægðir að vera komnir aftur," segir Fanney sem hlær dátt þegar blaðamaður spyr hverrar þjóðar hún er. "Það má segja að ég sé 75 prósent Kínverji en ég fæddist í Víetnam. Ég fylgdi með foreldrum mínum til Íslands og fékk ekki að ráða neinu," segir Fanney glöð í bragði og að vonum ánægð með hið nýja og endurbætta Nóatún.Grænmetisborðið er orðið ansi vígalegt í nýju versluninni.Mynd/E.Ól Matur Mest lesið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Glæsilegt raðhús Maríu Paz til sölu Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Fleiri fréttir Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira
"Við erum búin að breyta öllu og hér er allt alveg nýtt og fínt. Skipulagið hefur líka breyst. Við vorum með opnunartilboð þegar verslunin opnaði og það var rosalega mikið að gera. Fólk hefur tekið afskaplega vel á móti okkur," segir Fanney Kim Du, verslunarstjóri Nóatúns-verslunarinnar. Fólkið í nágrenni verslunarinnar hefur greinilega saknað Nóatúnsins síns en Fanney saknaði líka viðskiptavinanna. "Þetta er stór verslun en samt hverfisbúð. Ég kannast við flesta sem versla hér og það er voðalega gott að vera komin aftur til starfa," segir Fanney en hún hefur unnið í Nóatúni í tæplega tuttugu ár. "Ég byrjaði þegar ég var þrettán ára en ég hef reyndar bara verið verslunarstjóri í eitt og hálft ár. Fyrir það var ég til dæmis aðstoðarverslunarstjóri og innkaupastjóri. Mér finnst mjög gaman að vera ekki að gera alltaf það sama. Ég hef gert ýmislegt innan verslunarinnar og það er gott að hafa fjölbreytni í starfinu." "Við höfum aukið úrval af grænmeti og kælivöru þannig að nú bjóðum við upp á meira magn af ferskum vörum. Síðan er bakarí í búðinni þar sem tveir starfsmenn vinna við bakstur og afgreiðslu -- en áður þurfti fólk að hjálpa sér sjálft. Kjötborðið er á sama stað en er nú orðið stærra og flottara -- eins og öll búðin. Það er voða gaman að vinna hér og allir ánægðir að vera komnir aftur," segir Fanney sem hlær dátt þegar blaðamaður spyr hverrar þjóðar hún er. "Það má segja að ég sé 75 prósent Kínverji en ég fæddist í Víetnam. Ég fylgdi með foreldrum mínum til Íslands og fékk ekki að ráða neinu," segir Fanney glöð í bragði og að vonum ánægð með hið nýja og endurbætta Nóatún.Grænmetisborðið er orðið ansi vígalegt í nýju versluninni.Mynd/E.Ól
Matur Mest lesið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Glæsilegt raðhús Maríu Paz til sölu Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Fleiri fréttir Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira