Útvarpsstjóri vanvirði starfsmenn 31. mars 2005 00:01 Starfsmenn Ríkisútvarpsins segja útvarpsstjóra hafa vanvirt starfsmenn og ýtt til hliðar öllum faglegum sjónarmiðum við ráðningu Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps. Þeir samþykktu vantraustsyfirlýsingu á Markús Örn Antonsson á fjölmennum fundi í hádeginu. 178 greiddu henni atkvæði sitt, tólf voru á móti og einn sat hjá. Starfsmennirnir segja í harðorðri ályktun að útvarpsráð og útvarpsstjóri hafi týnt til falsrök, ýkjur og skrök í þeim tilgangi að varpa ryki í augu almennings. Þeir líti svo á að nýráðinn fréttastjóri sé umboðslaus og líti á ráðningu hans sem hvert annað aprílgabb. Mæti hann til starfa á Ríkisútvarpinu sé það á ábyrgð útvarpsstjóra og hans eins. Fundurinn lýsti því vantrausti á útvarpsstjóra vegna framgöngu hans í þessu máli „sem hlýtur að vekja spurningar um hvort hann hafi í raun hagsmuni RÚV að leiðarljósi,“ eins og það er orðað í ályktuninni. Og starfsmenn voru harðorðir á fundinum: talað var um nauðgunarstefnu, valdstjórn, ofbeldi og pólitískar sendingar. Haukur Hauksson, starfsmaður RÚV, sagði ráðningarferlið stórhneyksli sem verði að hrinda og óskaði eftir samstarfi starfsmanna. Fréttamönnum hafa borist margar stuðningsyfirlýsingar, þar af fékk G. Pétur Matthíasson fréttamaður eina óvenjulega frá leigubílstjóra sem sagði málið mikið rætt í stéttinni. Hann teldi Björn Inga Hrafnsson, aðstoðarmann forsætisráðherra, standa á bak við ráðninguna því hann hefði margoft keyrt Björn og Auðun Georg í leigubílnum sínum.. Jón Ingi Benediktsson skrifstofustjóri sagði að fréttamenn Ríkisútvarpsins væru að misnota Ríkisútvarpið í þessari baráttu líkt og fréttamenn Stöðvar 2 hefðu stjórnað allri umræðu um fjölmiðlafrumvarpið. Og hann lýsti yfir vonbrigðum með það. Auðun Georg hefur lýst því yfir að hann ætli að mæta til starfa á Ríkisútvarpinu klukkan níu í fyrramálið. Óðinn Jónsson fréttamaður segir óvíst hvaða móttökur hann fær. Þetta sé söguleg ályktun sem sýni hversu mikill þungi sé í málinu og samstaðan gríðarleg mikil. „Hvað gerist síðan veit enginn en útvarpsstjóri á næsta leik. Við vonum auðvitað enn að hann sjái að sér og þessi ráðning verði ekki að veruleika og nýir tímar muni hefjast hjá Ríkisútvarpinum og fagleg sjónarmið látin ráða,“ segir Óðinn. Auðun Georg mætti óvænt til fundar við Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra um miðjan dag í dag. Fundurinn stóð í klukkustund og athygli vakti að Bogi Ágústsson, yfirmaður fréttasviðs, var ekki viðstaddur. Að þessu loknu gekk Auðun Georg um fréttastofurnar og kastaði kveðju á starfsfólkið. Ríkissjónvarpið tók myndir við þetta tækifæri en vildi ekki lána þær Stöð 2. Ályktun starfsmannafundar Ríkisútvarpsins:Almennur fundur starfsmanna Ríkisútvarpsins haldinn 31. mars 2005 harmar að útvarpsstjóri skuli virða að vettugi ítrekaðar áskoranir fréttamanna og yfirgnæfandi meirihluta annarra starfsmanna RÚV að endurskoða ákvörðun um ráðningu Auðunar Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps. Með því sýni útvarpsstjóri öllum starfsmönnum stofnunarinnar og því starfi sem þeir vinna vanvirðingu. Fundurinn lýsir vantrausti á útvarpsstjóra vegna framgöngu hans í þessu máli sem hlýtur að vekja spurningar um hvort hann hafi í raun hagsmuni RÚV að leiðarljósi.Við ráðningu Auðunar Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps vék útvarpsráð og útvarpsstjóri til hliðar öllum faglegum sjónarmiðum. Falsrök, ýkjur og skrök voru tínd til í þeim tilgangi að varpa ryki í augu almennings. Í þessu ljósi telja starfsmenn Ríkisútvarpsins að nýráðinn fréttastjóri sé umboðslaus til þess að gegna því starfi og líta á ráðningu hans, sem hvert annað aprílgabb. Mæti hann til starfa í Ríkisútvarpinu verði það á ábyrgð útvarpsstjóra eins. Hann einn réð hann og hann einn er þess umkominn að koma í veg fyrir að frekara tjón hljótist af.Fundurinn lýsir fullum stuðningi við áframhaldandi baráttu fréttamanna fyrir sjálfstæði fréttastofa útvarps og sjónvarps. Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Starfsmenn Ríkisútvarpsins segja útvarpsstjóra hafa vanvirt starfsmenn og ýtt til hliðar öllum faglegum sjónarmiðum við ráðningu Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps. Þeir samþykktu vantraustsyfirlýsingu á Markús Örn Antonsson á fjölmennum fundi í hádeginu. 178 greiddu henni atkvæði sitt, tólf voru á móti og einn sat hjá. Starfsmennirnir segja í harðorðri ályktun að útvarpsráð og útvarpsstjóri hafi týnt til falsrök, ýkjur og skrök í þeim tilgangi að varpa ryki í augu almennings. Þeir líti svo á að nýráðinn fréttastjóri sé umboðslaus og líti á ráðningu hans sem hvert annað aprílgabb. Mæti hann til starfa á Ríkisútvarpinu sé það á ábyrgð útvarpsstjóra og hans eins. Fundurinn lýsti því vantrausti á útvarpsstjóra vegna framgöngu hans í þessu máli „sem hlýtur að vekja spurningar um hvort hann hafi í raun hagsmuni RÚV að leiðarljósi,“ eins og það er orðað í ályktuninni. Og starfsmenn voru harðorðir á fundinum: talað var um nauðgunarstefnu, valdstjórn, ofbeldi og pólitískar sendingar. Haukur Hauksson, starfsmaður RÚV, sagði ráðningarferlið stórhneyksli sem verði að hrinda og óskaði eftir samstarfi starfsmanna. Fréttamönnum hafa borist margar stuðningsyfirlýsingar, þar af fékk G. Pétur Matthíasson fréttamaður eina óvenjulega frá leigubílstjóra sem sagði málið mikið rætt í stéttinni. Hann teldi Björn Inga Hrafnsson, aðstoðarmann forsætisráðherra, standa á bak við ráðninguna því hann hefði margoft keyrt Björn og Auðun Georg í leigubílnum sínum.. Jón Ingi Benediktsson skrifstofustjóri sagði að fréttamenn Ríkisútvarpsins væru að misnota Ríkisútvarpið í þessari baráttu líkt og fréttamenn Stöðvar 2 hefðu stjórnað allri umræðu um fjölmiðlafrumvarpið. Og hann lýsti yfir vonbrigðum með það. Auðun Georg hefur lýst því yfir að hann ætli að mæta til starfa á Ríkisútvarpinu klukkan níu í fyrramálið. Óðinn Jónsson fréttamaður segir óvíst hvaða móttökur hann fær. Þetta sé söguleg ályktun sem sýni hversu mikill þungi sé í málinu og samstaðan gríðarleg mikil. „Hvað gerist síðan veit enginn en útvarpsstjóri á næsta leik. Við vonum auðvitað enn að hann sjái að sér og þessi ráðning verði ekki að veruleika og nýir tímar muni hefjast hjá Ríkisútvarpinum og fagleg sjónarmið látin ráða,“ segir Óðinn. Auðun Georg mætti óvænt til fundar við Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra um miðjan dag í dag. Fundurinn stóð í klukkustund og athygli vakti að Bogi Ágústsson, yfirmaður fréttasviðs, var ekki viðstaddur. Að þessu loknu gekk Auðun Georg um fréttastofurnar og kastaði kveðju á starfsfólkið. Ríkissjónvarpið tók myndir við þetta tækifæri en vildi ekki lána þær Stöð 2. Ályktun starfsmannafundar Ríkisútvarpsins:Almennur fundur starfsmanna Ríkisútvarpsins haldinn 31. mars 2005 harmar að útvarpsstjóri skuli virða að vettugi ítrekaðar áskoranir fréttamanna og yfirgnæfandi meirihluta annarra starfsmanna RÚV að endurskoða ákvörðun um ráðningu Auðunar Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps. Með því sýni útvarpsstjóri öllum starfsmönnum stofnunarinnar og því starfi sem þeir vinna vanvirðingu. Fundurinn lýsir vantrausti á útvarpsstjóra vegna framgöngu hans í þessu máli sem hlýtur að vekja spurningar um hvort hann hafi í raun hagsmuni RÚV að leiðarljósi.Við ráðningu Auðunar Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps vék útvarpsráð og útvarpsstjóri til hliðar öllum faglegum sjónarmiðum. Falsrök, ýkjur og skrök voru tínd til í þeim tilgangi að varpa ryki í augu almennings. Í þessu ljósi telja starfsmenn Ríkisútvarpsins að nýráðinn fréttastjóri sé umboðslaus til þess að gegna því starfi og líta á ráðningu hans, sem hvert annað aprílgabb. Mæti hann til starfa í Ríkisútvarpinu verði það á ábyrgð útvarpsstjóra eins. Hann einn réð hann og hann einn er þess umkominn að koma í veg fyrir að frekara tjón hljótist af.Fundurinn lýsir fullum stuðningi við áframhaldandi baráttu fréttamanna fyrir sjálfstæði fréttastofa útvarps og sjónvarps.
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira