Hluthafar njóta ekki hagnaðar 31. mars 2005 00:01 Forstjóri Kauphallarinnar segir áhyggjuefni að einungis þrjú sjávarútvegsfyrirtæki verði skráð í Kauphöllinni þegar Samherji verður afskráður í sumar. Fyrirtækjum í Kauphöllinni hefur fækkað úr 75 í 31 á síðustu fimm árum. Aðjúnkt í viðskiptafræðum segir þröngu eignarhaldi um að kenna og óraunhæfum væntingum um ofurgróða. Þá njóti hluthafar ekki alltaf hagnaðar sem skyldi. Sjávarútvegsfyrirtækin eru á hraðri útleið úr Kauphöllinni og með þeim sú röksemd sem verjendur kvótakerfisins héldu hvað mest á lofti, að kvótinn yrði áfram í eigu almennings gegnum verslun með hlutabréf. Þau þrjú fyrirtæki sem eftir verða þegar Samherjim hverfur af aðallista Kauphallarinnar: Grandi, Þormóður rammi og Vinnslustöðin. Fyrir þremur árum voru sextán sjávarútvegsfyrirtæki skáð í Kauphöllinni og réðu þau yfir u.þ.b. 46 prósentum heildarkvótans. Við brotthvarf Samherja lækkar sú tala um tuttugu prósent. Það er reyndar orðinn frekar einsleitur hópur fyrirtækja sem er skráður í Kauphöllinna en sextíu prósent eru fjármálafyrirtæki. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, telur þó ekkert benda til þess að viðskiptalífið sé að færast aftur inn í reykfyllt bakherbegi. Samanlagt markaðasvirði fyrirtækjanna í Kauphöllinni sé að vaxa gríðarlega þótt þeim hafi fækkað. Hann segir sjávarútvegsfyrirtækin aftur á móti áhyggjuefni. „Það má hins vegar ekki gleyma því að ein af ástæðunum fyrir því að þau hafa verið að fara út af markaði er sú að innan greinarinnar hafa menn talið að áhugi fjárfesta væri mjög lítill,“ segir Friðjón. Vilhjálmur Bjarnason, aðjúnkt í viðskiptafræðum við Háskóla Íslands, segir að stefnt hafi verið að dreifðu eignarhaldi fyrirtækja og fjölbreytni í rekstri hjá fyrirtækjum í Kauphöllinni en þróunin hafi orðið önnur. Hann segir að ástæðuna fyrst og fremst þröngt eignarhald. Þá hafi almennir hluthafar einnig óraunhæfar væntingar um ofurgróða sem sjávarútvegsfyrirtækin til að mynda hafi ekki uppfyllt. Vilhjálmur segir að eins hafi fjármálafyrirtækin farið með eignarhaldið í mörgum þessara fyrirtækja og stjórnað verðinu með kaupum og sölu á réttum tíma. „Hluthafar í mörgum þeirra fyrirtækja sem farið hafa á markað hafa ekki alltaf notið þeirrar ávöxtunar sem í afkomunni fólst, því miður. Ég kenni þar fjármálafyrirtækjum að hluta til um ... Mér finnst stundum, ef ég á að kenna einhverjum aðila um, að fjármálafyrirtækin hafi ekki rækt uppeldisskyldu sína við markaðinn,“ segir Vilhjálmur. Þó að fyrirtækjum í Kauphöllinni hafi fækkað umtalsvert hefur markaðsvirði þeirra aldrei verið meira en í fyrra þegar það hátt í tvöfaldaðist frá árinu áður. Það er um 150 prósent af landsframleiðslu. Þrátt fyrir það segja fjárfestar að fæð fyrirtækjanna á markaðnum og einhæfni þeirra sé að verða til óþæginda, því að með þessu móti geti þeir ekki dreift sem skyldi áhættu sinni. Innlent Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Forstjóri Kauphallarinnar segir áhyggjuefni að einungis þrjú sjávarútvegsfyrirtæki verði skráð í Kauphöllinni þegar Samherji verður afskráður í sumar. Fyrirtækjum í Kauphöllinni hefur fækkað úr 75 í 31 á síðustu fimm árum. Aðjúnkt í viðskiptafræðum segir þröngu eignarhaldi um að kenna og óraunhæfum væntingum um ofurgróða. Þá njóti hluthafar ekki alltaf hagnaðar sem skyldi. Sjávarútvegsfyrirtækin eru á hraðri útleið úr Kauphöllinni og með þeim sú röksemd sem verjendur kvótakerfisins héldu hvað mest á lofti, að kvótinn yrði áfram í eigu almennings gegnum verslun með hlutabréf. Þau þrjú fyrirtæki sem eftir verða þegar Samherjim hverfur af aðallista Kauphallarinnar: Grandi, Þormóður rammi og Vinnslustöðin. Fyrir þremur árum voru sextán sjávarútvegsfyrirtæki skáð í Kauphöllinni og réðu þau yfir u.þ.b. 46 prósentum heildarkvótans. Við brotthvarf Samherja lækkar sú tala um tuttugu prósent. Það er reyndar orðinn frekar einsleitur hópur fyrirtækja sem er skráður í Kauphöllinna en sextíu prósent eru fjármálafyrirtæki. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, telur þó ekkert benda til þess að viðskiptalífið sé að færast aftur inn í reykfyllt bakherbegi. Samanlagt markaðasvirði fyrirtækjanna í Kauphöllinni sé að vaxa gríðarlega þótt þeim hafi fækkað. Hann segir sjávarútvegsfyrirtækin aftur á móti áhyggjuefni. „Það má hins vegar ekki gleyma því að ein af ástæðunum fyrir því að þau hafa verið að fara út af markaði er sú að innan greinarinnar hafa menn talið að áhugi fjárfesta væri mjög lítill,“ segir Friðjón. Vilhjálmur Bjarnason, aðjúnkt í viðskiptafræðum við Háskóla Íslands, segir að stefnt hafi verið að dreifðu eignarhaldi fyrirtækja og fjölbreytni í rekstri hjá fyrirtækjum í Kauphöllinni en þróunin hafi orðið önnur. Hann segir að ástæðuna fyrst og fremst þröngt eignarhald. Þá hafi almennir hluthafar einnig óraunhæfar væntingar um ofurgróða sem sjávarútvegsfyrirtækin til að mynda hafi ekki uppfyllt. Vilhjálmur segir að eins hafi fjármálafyrirtækin farið með eignarhaldið í mörgum þessara fyrirtækja og stjórnað verðinu með kaupum og sölu á réttum tíma. „Hluthafar í mörgum þeirra fyrirtækja sem farið hafa á markað hafa ekki alltaf notið þeirrar ávöxtunar sem í afkomunni fólst, því miður. Ég kenni þar fjármálafyrirtækjum að hluta til um ... Mér finnst stundum, ef ég á að kenna einhverjum aðila um, að fjármálafyrirtækin hafi ekki rækt uppeldisskyldu sína við markaðinn,“ segir Vilhjálmur. Þó að fyrirtækjum í Kauphöllinni hafi fækkað umtalsvert hefur markaðsvirði þeirra aldrei verið meira en í fyrra þegar það hátt í tvöfaldaðist frá árinu áður. Það er um 150 prósent af landsframleiðslu. Þrátt fyrir það segja fjárfestar að fæð fyrirtækjanna á markaðnum og einhæfni þeirra sé að verða til óþæginda, því að með þessu móti geti þeir ekki dreift sem skyldi áhættu sinni.
Innlent Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira