Auðun hætti við að þiggja starfið 1. apríl 2005 00:01 Auðun Georg Ólafsson ætlar ekki að þiggja starf sem fréttastjóri útvarpsins sem Markús Örn Antonsson réð hann til. Hann sendi tilkynningu um ákvörðun sína á alla fjölmiðla um klukkan sex. Auðun Georg segir í yfirlýsingunni að með tilliti til aðstæðna á fréttastofunni ætli hann ekki þiggja starf fréttastjóra og ekki að skrifa undir ráðningarsamning. Hann segist hafa sótt um starfið á jafnréttisgrundvelli án þess að vera hvattur til þess og ekki í umboði eins eða neins, hvorki stjórnmálaafla né annarra. Hann segir að þrátt fyrir að vegið hafi verið að persónu sinni á ósanngjarnan hátt og mannorð hans svert með röngum ásökunum og hreinum lygum og allt að því hótunum hafi hann samt ákveðið að mæta til starfa með opnum huga og gefa fréttamönnum útvarpsins tækifæri til að sýna sanngirni, hlutleysi, réttlæti og að fagleg vinnubrögð væru höfð að leiðarljósi. Fréttamaður útvarpsins hafi á lævísan hátt reynt að koma honum í vandræði í viðtali í dag og það hafi tekist þar sem hann hafi ekki viljað rjúfa trúnað. Fréttamaðurinn hafi hins vegar ekki verið hlutlaus. Hér vísar Auðun Georg til fréttaviðtals í hádegisfréttum Útvarpsins í dag þar sem hann var spurður um hvort hann hefði formann útvarpsráðs á fundi í gær. Auðun Georg neitaði því fyrst en játaði það síðar í viðtalinu. Í tilkynningunni segir hann enn fremur að hann hafi hlakkað til að hefja störf á fréttastöfu sem naut trausts og þekkt var fyrir málefnaleg og fagleg vinnubrögð. Það sé með trega sem hann lýsi því yfir að þær væntingar hafi verið byggðar á misskilningi. Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Auðun Georg Ólafsson ætlar ekki að þiggja starf sem fréttastjóri útvarpsins sem Markús Örn Antonsson réð hann til. Hann sendi tilkynningu um ákvörðun sína á alla fjölmiðla um klukkan sex. Auðun Georg segir í yfirlýsingunni að með tilliti til aðstæðna á fréttastofunni ætli hann ekki þiggja starf fréttastjóra og ekki að skrifa undir ráðningarsamning. Hann segist hafa sótt um starfið á jafnréttisgrundvelli án þess að vera hvattur til þess og ekki í umboði eins eða neins, hvorki stjórnmálaafla né annarra. Hann segir að þrátt fyrir að vegið hafi verið að persónu sinni á ósanngjarnan hátt og mannorð hans svert með röngum ásökunum og hreinum lygum og allt að því hótunum hafi hann samt ákveðið að mæta til starfa með opnum huga og gefa fréttamönnum útvarpsins tækifæri til að sýna sanngirni, hlutleysi, réttlæti og að fagleg vinnubrögð væru höfð að leiðarljósi. Fréttamaður útvarpsins hafi á lævísan hátt reynt að koma honum í vandræði í viðtali í dag og það hafi tekist þar sem hann hafi ekki viljað rjúfa trúnað. Fréttamaðurinn hafi hins vegar ekki verið hlutlaus. Hér vísar Auðun Georg til fréttaviðtals í hádegisfréttum Útvarpsins í dag þar sem hann var spurður um hvort hann hefði formann útvarpsráðs á fundi í gær. Auðun Georg neitaði því fyrst en játaði það síðar í viðtalinu. Í tilkynningunni segir hann enn fremur að hann hafi hlakkað til að hefja störf á fréttastöfu sem naut trausts og þekkt var fyrir málefnaleg og fagleg vinnubrögð. Það sé með trega sem hann lýsi því yfir að þær væntingar hafi verið byggðar á misskilningi.
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira