Boðaðir á fund menntanefndar 1. apríl 2005 00:01 Gunnar I. Birgisson formaður menntamálanefndar, Sjálfstæðisflokki: Málið lýðskrum "Við vorum með fund í menntamálanefnd í dag þar sem fram kom ósk frá Samfylkingunni að ráðning hins nýja fréttastjóra Ríkisútvarpsins yrði rædd. Mér finnst málið lýðskrum eitt saman. Það er ekkert nýtt í þessu máli," sagði Gunnar áður en Auðun Georg ákvað að taka ekki starfinu. "Ég er hins vegar ljúfur maður og mun halda fund í nefndinni en geri það með fyrirvara svo hægt sé að boða fólk á fund nefndarinnar. Ráðning fréttastjóra Ríkisútvarpsins er ekki á færi menntamálanefndar heldur á ábyrgð útvarpsstjóra, sem ræður til útvarpsins. Hins vegar finnst mér að starfsmenn og yfirmenn stofnunarinnar verði að setjast niður saman og ræða málin eins og gert er á öllum vinnustöðum þar sem upp kemur ágreiningur." Mörður Árnason, Samfylkingu: Útvarpsstjóri víki "Þetta mál verður alltaf verra og verra. Útvarpsstjóri og formaður útvarpsráðs virðast ætla að keyra þetta í gegn á fullri hörku í staðinn fyrir að skoða sinn hug og beita skynseminni. Fréttastjórinn sjálfur hagar sér með eindæmum klaufalega," sagði Mörður. Skömmu síðar tilkynnti Auðun Georg að hann tæki ekki við starfinu. "Við kröfðumst fundar í menntamálanefnd eftir að ljóst var að forsætisráðherra ætlaði ekki að svara fyrirspurnum um þetta mál á þinginu og verður sá fundur haldinn strax eftir helgi. Við munum fá meirihluta útvarpsráðs, útvarpsstjóra og fréttamenn Ríkisútvarpsins á fund nefndarinnar og vonandi gerir það eitthvert gagn. Eina lausnin á málinu er sú að þessi ákvörðun verði endurskoðuð eða útvarpsstjóri víki eða hvort tveggja." Fréttir Innlent Stj.mál Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Sjá meira
Gunnar I. Birgisson formaður menntamálanefndar, Sjálfstæðisflokki: Málið lýðskrum "Við vorum með fund í menntamálanefnd í dag þar sem fram kom ósk frá Samfylkingunni að ráðning hins nýja fréttastjóra Ríkisútvarpsins yrði rædd. Mér finnst málið lýðskrum eitt saman. Það er ekkert nýtt í þessu máli," sagði Gunnar áður en Auðun Georg ákvað að taka ekki starfinu. "Ég er hins vegar ljúfur maður og mun halda fund í nefndinni en geri það með fyrirvara svo hægt sé að boða fólk á fund nefndarinnar. Ráðning fréttastjóra Ríkisútvarpsins er ekki á færi menntamálanefndar heldur á ábyrgð útvarpsstjóra, sem ræður til útvarpsins. Hins vegar finnst mér að starfsmenn og yfirmenn stofnunarinnar verði að setjast niður saman og ræða málin eins og gert er á öllum vinnustöðum þar sem upp kemur ágreiningur." Mörður Árnason, Samfylkingu: Útvarpsstjóri víki "Þetta mál verður alltaf verra og verra. Útvarpsstjóri og formaður útvarpsráðs virðast ætla að keyra þetta í gegn á fullri hörku í staðinn fyrir að skoða sinn hug og beita skynseminni. Fréttastjórinn sjálfur hagar sér með eindæmum klaufalega," sagði Mörður. Skömmu síðar tilkynnti Auðun Georg að hann tæki ekki við starfinu. "Við kröfðumst fundar í menntamálanefnd eftir að ljóst var að forsætisráðherra ætlaði ekki að svara fyrirspurnum um þetta mál á þinginu og verður sá fundur haldinn strax eftir helgi. Við munum fá meirihluta útvarpsráðs, útvarpsstjóra og fréttamenn Ríkisútvarpsins á fund nefndarinnar og vonandi gerir það eitthvert gagn. Eina lausnin á málinu er sú að þessi ákvörðun verði endurskoðuð eða útvarpsstjóri víki eða hvort tveggja."
Fréttir Innlent Stj.mál Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Sjá meira