Umferðaróhöppum fækkar lítið 7. apríl 2005 00:01 Ef allir Íslendingar ækju á löglegum hraða mætti draga úr banaslysum í umferðinni um 40 til 45 prósent að mati verkefnastjóra Umferðarstofu. Í nýrri ársskýrslu stofunnar kemur fram að umferðaróhöppum fækkaði lítið sem ekkert á síðasta ári en færri slasast nú en áður. Í fyrra slösuðust 115 alvarlega í umferðarslysum hér á landi og hefur þeim fækkað um rúm 20 prósent miðað við árið áður. Sé litið til tíu ára tímabils hefur alvarlega slösuðu fólki fækkað um rúm 52 prósent. Ef litið er til allra þeirra sem slösuðust þá fækkaði þeim um rúm fimm prósent miðað við árið áður. Það er eitt og annað sem á þátt í þessari fækkun. Sigurður Helgason, verkefnastjóri Umferðarstofu, nefnir betri vegi, öruggari mannvirki, ákveðnar aðgerðir eins og hraðatakmarkanir í íbúðahverfum, öruggari bíla, betri og markvissari ökukennslu auk áróðurs, fræðslu og hugsanlega breytts og bætts viðhorfs hjá almenningi til umferðaröryggis og til þess að nota öryggisbúnað, ekki síst á meðal barna. Hinu er hins vegar ekki að leyna að umferðaróhöppum hefur ekkert fækkað sem bendir einfaldlega til þess að bílarnir séu öruggari tæki en að fólk aki ekkert varlegar en áður. Á Umferðarstofu er menn þrátt fyrir allt nokkuð sáttir við stöðu mála þó svo að í umferðaröryggismálum megi alltaf gera betur. Í fyrra létust 23 í umferðarslysum sem endurspeglar nákvæmlega meðaltal látinna í umferðinni síðasta áratuginn. Sigurður segir að það mikilvægasta til að draga úr banaslysum sé að draga úr hraðanum og auka bílbeltanotkun. Ef það tækist að fá alla ökumenn á Íslandi til að aka á löglegum hraða megi ætla að banaslysum fækkaði um 40-45 prósent og ef allir yrðu með bílbeltin spennt fækkaði banaslysum um 20-25 prósent til viðbótar. Þessi tvö atriði séu grundvallaratriði. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Ef allir Íslendingar ækju á löglegum hraða mætti draga úr banaslysum í umferðinni um 40 til 45 prósent að mati verkefnastjóra Umferðarstofu. Í nýrri ársskýrslu stofunnar kemur fram að umferðaróhöppum fækkaði lítið sem ekkert á síðasta ári en færri slasast nú en áður. Í fyrra slösuðust 115 alvarlega í umferðarslysum hér á landi og hefur þeim fækkað um rúm 20 prósent miðað við árið áður. Sé litið til tíu ára tímabils hefur alvarlega slösuðu fólki fækkað um rúm 52 prósent. Ef litið er til allra þeirra sem slösuðust þá fækkaði þeim um rúm fimm prósent miðað við árið áður. Það er eitt og annað sem á þátt í þessari fækkun. Sigurður Helgason, verkefnastjóri Umferðarstofu, nefnir betri vegi, öruggari mannvirki, ákveðnar aðgerðir eins og hraðatakmarkanir í íbúðahverfum, öruggari bíla, betri og markvissari ökukennslu auk áróðurs, fræðslu og hugsanlega breytts og bætts viðhorfs hjá almenningi til umferðaröryggis og til þess að nota öryggisbúnað, ekki síst á meðal barna. Hinu er hins vegar ekki að leyna að umferðaróhöppum hefur ekkert fækkað sem bendir einfaldlega til þess að bílarnir séu öruggari tæki en að fólk aki ekkert varlegar en áður. Á Umferðarstofu er menn þrátt fyrir allt nokkuð sáttir við stöðu mála þó svo að í umferðaröryggismálum megi alltaf gera betur. Í fyrra létust 23 í umferðarslysum sem endurspeglar nákvæmlega meðaltal látinna í umferðinni síðasta áratuginn. Sigurður segir að það mikilvægasta til að draga úr banaslysum sé að draga úr hraðanum og auka bílbeltanotkun. Ef það tækist að fá alla ökumenn á Íslandi til að aka á löglegum hraða megi ætla að banaslysum fækkaði um 40-45 prósent og ef allir yrðu með bílbeltin spennt fækkaði banaslysum um 20-25 prósent til viðbótar. Þessi tvö atriði séu grundvallaratriði.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira