Ætlaði ekki að bana Sæunni 15. apríl 2005 00:01 Magnús Einarsson sem ákærður er fyrir að hafa orðið eiginkonu sinni og barnsmóður, Sæunni Pálsdóttur, að bana með því að kyrkja hana mætti fyrir Héraðsdóm Reykjaness í gærmorgun þegar málið var þingfest. Magnús játaði að hafa orðið eiginkonu sinni að bana en sagði það ekki hafa verið ásetning sinn. Magnús ætlaði í fyrstu ekki að tjá sig um efni ákærunnar og hugðist þannig nýta rétt sinn til að tjá sig ekki um ákæruna fyrr en við aðalmálsferð. Hann sagði eftir stutt samtal við Kristin Bjarnason, verjanda sinn, að hann hefði ekki getað kynnt sér málsgögnin nógu vel. Þegar dómari spurði síðar hvort Magnús væri sáttur við ákæruna kom fram að hann viðurkenndi að hafa orðið Sæunni að bana en að það hefði ekki verið ásetningur hans. Að sögn Kristins Bjarnasonar verður látið á það reyna hvort hann verði dæmdur fyrir morð af gáleysi. Héraðsdómur framlengdi gæsluvarðhaldi yfir honum til 22. júní. Magnús myrti konu sína í nóvember á síðasta ári, á heimili hennar í Hamraborg þar sem Sæunn bjó ásamt fjögurra ára dóttur og eins árs gömlum syni þeirra. Eftir að hafa banað Sæunni, með því að þrengja að öndunarvegi hennar með þvottasnúru, hringdi Magnús í lögreglu, prest og tengdaforeldra. Hann var handtekinn í íbúðinni og tekinn til yfirheyslu þar sem hann viðurkenndi verknaðinn. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn í Kópavogi, sagði í samtali við Fréttablaðið skömmu síðar að lát Sæunnar virtist ekki hafa verið óviljaverk heldur að um ásetning hefði verið að ræða. Eftir lát Sæunnar afsalaði Magnús sér forræði barnanna til foreldra hennar fram að dómslokum. Að sögn Páls Einarssonar, föður Sæunnar, líður börnunum tveim mjög vel og heimsækja þau föður sinn einu sinni í mánuði á Litla-Hraun. Einnig er samkomulagið á milli foreldra Sæunnar og Magnúsar gott. Lög og regla Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Magnús Einarsson sem ákærður er fyrir að hafa orðið eiginkonu sinni og barnsmóður, Sæunni Pálsdóttur, að bana með því að kyrkja hana mætti fyrir Héraðsdóm Reykjaness í gærmorgun þegar málið var þingfest. Magnús játaði að hafa orðið eiginkonu sinni að bana en sagði það ekki hafa verið ásetning sinn. Magnús ætlaði í fyrstu ekki að tjá sig um efni ákærunnar og hugðist þannig nýta rétt sinn til að tjá sig ekki um ákæruna fyrr en við aðalmálsferð. Hann sagði eftir stutt samtal við Kristin Bjarnason, verjanda sinn, að hann hefði ekki getað kynnt sér málsgögnin nógu vel. Þegar dómari spurði síðar hvort Magnús væri sáttur við ákæruna kom fram að hann viðurkenndi að hafa orðið Sæunni að bana en að það hefði ekki verið ásetningur hans. Að sögn Kristins Bjarnasonar verður látið á það reyna hvort hann verði dæmdur fyrir morð af gáleysi. Héraðsdómur framlengdi gæsluvarðhaldi yfir honum til 22. júní. Magnús myrti konu sína í nóvember á síðasta ári, á heimili hennar í Hamraborg þar sem Sæunn bjó ásamt fjögurra ára dóttur og eins árs gömlum syni þeirra. Eftir að hafa banað Sæunni, með því að þrengja að öndunarvegi hennar með þvottasnúru, hringdi Magnús í lögreglu, prest og tengdaforeldra. Hann var handtekinn í íbúðinni og tekinn til yfirheyslu þar sem hann viðurkenndi verknaðinn. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn í Kópavogi, sagði í samtali við Fréttablaðið skömmu síðar að lát Sæunnar virtist ekki hafa verið óviljaverk heldur að um ásetning hefði verið að ræða. Eftir lát Sæunnar afsalaði Magnús sér forræði barnanna til foreldra hennar fram að dómslokum. Að sögn Páls Einarssonar, föður Sæunnar, líður börnunum tveim mjög vel og heimsækja þau föður sinn einu sinni í mánuði á Litla-Hraun. Einnig er samkomulagið á milli foreldra Sæunnar og Magnúsar gott.
Lög og regla Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira