Neytendur fagna samkeppni á tímaritamarkaði og telja hana löngu tímabæra.
Eftir að verslunin Office One tilkynnti að erlend tímarit yrðu seld á mun lægra verði en áður hefur tíðkast tóku aðrar verslanir á höfuðborgarsvæðinu við sér og boðuðu einnig lægra verð. Forsvarsmenn Griffils í Skeifunni segjast í 20 ár hafa haft að leiðarljósi að vera alltaf ódýrari og á því verði engin breyting í þetta skiptið. Þá hefur Hagkaup einnig greint frá því að fyrirtækið ætli að taka þátt í verðstríðinu og bjóða neytendum tímarit á góðu verði.
Penninn Eymundsson segir að mögulegt sé að selja fáa titla á fáum stöðum með lítilli sem engri álagningu í skamman tíma en slíkt geti enginn sem ætli að veita góða þjónustu til lengri tíma. Hins vegar er ljóst að neytendur kunna vel að meta samkeppnina.
Ingvar Óskarsson segist aðspurður lítast vel á samkeppnina á tímaritamarkaði enda lækki þá verð á tímaritum sem sé mjög mjög gott.
Margrét Árnadóttir tekur í sama streng og vonar að sú einokun sem verið hafi verði afnumin. Hún hafi alveg verið hætt að kaupa blöð. Aðspurð telur hún að breyting verði á því núna og samkeppni verði á þessum markaði.
Svala Heiðberg segist líta samkeppnina jákvæðum augum en segir að það verði að koma í ljós hvort verðstríðið breyti einhverju. Aðspurð segist hún hafa keypt svolítið af tímaritum og býst við að lækkað verð hafi áhrif á kaup hennar.
Fagna lægra verði á tímaritum
Mest lesið

Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu
Viðskipti innlent

Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur
Viðskipti innlent


Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað
Viðskipti innlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára
Viðskipti innlent

„Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum
Viðskipti innlent


Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma
Viðskipti innlent

Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum
Viðskipti innlent