
Innlent
Á 158 kílómetra hraða
Talsvert var um hraðakstur í umdæmi lögreglunnar á Egilsstöðum um helgina. Alls voru um tíu ökumenn stöðvaðir fyrir of hraðan akstur, þeir sem hraðast fóru voru á 147 og 158 kílómetra hraða. Þá voru tveir teknir grunaðir um ölvunarakstur. Mikið líf var á Egilsstöðum um helgina í tilefni af síðustu snjóðsleðakeppni vetrarins. Lögreglan segir helgina hafa farið vel fram að öðru leyti.
Mest lesið
Fleiri fréttir
×