Innlent

Hefði átt að fylgja ráðum Hafró

Ef ráðum Hafrannsóknarstofnunarinn hefði verið fylgt á síðustu áratugum væri þorskstofninn helmingi stærri en hann er í dag. Þetta var meðal þess sem kom fram á fundi sjávarútvegsnefndar Alþingis í dag. Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunar, kom á fundinn ásamt einum fiskifræðingi stofnunarinnar þar sem þeir fóru yfir niðurstöður úr togararalli stofnunarinnar, en niðurstöðurnar benda til þess að þorskárgangurinn í fyrra sé lélegur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×