Eiður líklega í byrjunarliðinu 27. apríl 2005 00:01 Gríðarleg spenna er fyrir undanúrslitaleik Chelsea og Liverpool í Meistaradeild Evrópu á Stamford Bridge í Lundúnum í kvöld. Leikurinn hefst klykkan 18.45 og verður í beinni útsendingu á Sýn. Flest bendir til þess að Eiður Smári Guðjohnsen verði í byrjunarliði Chelsea líkt og undanfarnar vikur og spili fremstur á miðjunni. Jose Mourinho, stjóri Chelsea, sagði á blaðamannafundi í gær að það væri lykilatriði að fara ekki á taugum þótt Chelsea vinni ekki heimaleikinn á Stamford Bridge. Það sé alltaf hægt að vinna seinni leikinn. Mourinho segist bera mikla virðingu fyrir Rafael Benitez, stjóra Liverpool, sem hafi komið liðinu alla leið í undanúrslitin með því að spila taktískt og það henti Chelsea í sjálfu sér vel að mæta þannig liði. Benitez sagði að undanúrslitaleikirnir í Meistaradeildinni yrðu án nokkurs vafa töluvert öðruvísi en deildarleikir liðanna. Chelsea hefði stóran leikmannahóp til þess að takast á við erfiða deildarkeppni í Englandi en í tveimur úrslitaleikjum í Meistaradeildinni yrði taktíkin í fyrirrúmi og allt gæti gerst. Chelsea mætir með sína sterkustu sveit fyrir utan Wayne Bridge, Paule Ferreira og Scott Parker sem allir eru fótbrotnir. Damien Duff er tognaður aftan í læri og fer í læknisskoðun síðdegis. Steven Gerrard, Xabi Alonso, Milan Baros og Luis Garcia eru klárir í slaginn hjá Liverpool en Harry Kewell er enn frá vegna meiðsla. Að loknum leik Chelsea og Liverpool á Sýn mæta knattspyrnusérfræðingar í sjónvarpssal Sýnar og kryfja leikinn til mergjar. Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Fleiri fréttir Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Sjá meira
Gríðarleg spenna er fyrir undanúrslitaleik Chelsea og Liverpool í Meistaradeild Evrópu á Stamford Bridge í Lundúnum í kvöld. Leikurinn hefst klykkan 18.45 og verður í beinni útsendingu á Sýn. Flest bendir til þess að Eiður Smári Guðjohnsen verði í byrjunarliði Chelsea líkt og undanfarnar vikur og spili fremstur á miðjunni. Jose Mourinho, stjóri Chelsea, sagði á blaðamannafundi í gær að það væri lykilatriði að fara ekki á taugum þótt Chelsea vinni ekki heimaleikinn á Stamford Bridge. Það sé alltaf hægt að vinna seinni leikinn. Mourinho segist bera mikla virðingu fyrir Rafael Benitez, stjóra Liverpool, sem hafi komið liðinu alla leið í undanúrslitin með því að spila taktískt og það henti Chelsea í sjálfu sér vel að mæta þannig liði. Benitez sagði að undanúrslitaleikirnir í Meistaradeildinni yrðu án nokkurs vafa töluvert öðruvísi en deildarleikir liðanna. Chelsea hefði stóran leikmannahóp til þess að takast á við erfiða deildarkeppni í Englandi en í tveimur úrslitaleikjum í Meistaradeildinni yrði taktíkin í fyrirrúmi og allt gæti gerst. Chelsea mætir með sína sterkustu sveit fyrir utan Wayne Bridge, Paule Ferreira og Scott Parker sem allir eru fótbrotnir. Damien Duff er tognaður aftan í læri og fer í læknisskoðun síðdegis. Steven Gerrard, Xabi Alonso, Milan Baros og Luis Garcia eru klárir í slaginn hjá Liverpool en Harry Kewell er enn frá vegna meiðsla. Að loknum leik Chelsea og Liverpool á Sýn mæta knattspyrnusérfræðingar í sjónvarpssal Sýnar og kryfja leikinn til mergjar.
Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Fleiri fréttir Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Sjá meira