Innlent

Vetnistilraunir haldi hér áfram

Nú stendur yfir alþjóðleg ráðstefna þar sem niðurstöður verkefnisins eru kynntar. Af því tilefni var fyrsti vetnisknúni fólksbíllinn fluttur til landsins, Mercedes Bens A-class, sem notar svipaða gerð efnarafala og vetnisvagnarnir og geymir vetni undir þrýstingi. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að stjórnvöld hafi áhuga á því að hér á landi verði haldið áfram að gera tilraunir með vetnisknúna bíla. Hann segir að fyrir Alþingi liggi frumvarp um að virðisaukaskattur verði ekki innheimtur af slíkum bílum nema að hluta til og jafnframt sé til athugunar í efnahags- og viðskiptanefnd að fella hann niður að fullu. "Við getum tekið þátt í ráðgjöf og þróun á þessu sviði. Við erum samfélag sem byggir að verulegu leyti á endurnýjanlegum orkugjöfum og meira en nokkurt annað land. Því er ljóst að við getum, sem þekkingarsamfélag á þessu sviði, tekið þátt í þessari þróun inn í framtíðina," segir Halldór.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×