
Innlent
Líkfundur við Skúlagötu

Lík fannst við Skúlagötu í kvöldi og stendur rannsókn lögreglunnar í Reykjavík yfir. Lögreglan vildi ekki gefa upp neinar upplýsingar aðrar en þær að málið væri í rannsókn og ekki lá fyrir hvenær viðkomandi lést eða með hvaða hætti. Vildi lögregla ekki útiloka glæp en gert var ráð fyrir að rannsókn stæði yfir frameftir nóttu.