Erlent

Fjárhættuspil verði undanskilin

Menningar- og menntamálanefnd Norðurlandaráðs leggur til að norrænu ríkin þrýsti á Evrópusambandið að undanþiggja fjárhættuspil þjónustutilskipun sinni. Tilgangurinn er að tryggja að löndin geti hér eftir sem hingað til sett lög um fjárhættuspil og happdrætti. Að öðrum kosti geti stjórnvöld ekki ákveðið hvert hagnaður af slíkri starfsemi renni sem er talið mikilvægt vegna íþróttafélaga og meðferðar spilafíkla. Tillagan verður lögð fyrir þing Norðurlandaráðs á Íslandi í haust.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×