Er ekki sáttur við dóminn 28. apríl 2005 00:01 Hæstiréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Grétari Sigurðarsyni, Jónasi Inga Ragnarssyni og Tomasi Malakaukas, en hver þeirra hafði verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi. Dóminn hlutu þeir fyrir smygl á tæpum 224 grömmum af amfetamíni, brot gegn lífi og líkama og fyrir ósæmilega meðferð á líki Vaidasar Juceviciusar. "Þetta er bara úr í hött að öllu leyti," sagði Grétar eftir að dómurinn hafði verið kveðinn upp. "Maður hefði haldið að í öllum eðlilegum samfélögum yrði það talið þeim til tekna sem sýnir bót og betrun, vinnur með lögreglu og kemur fram eins og maður. Það virðist ekki vera hér." Hann sagðist þó ekki hafa hug á að fara lengra með mál sitt og kvaðst ekki ósáttur við að vera dæmdur í fangelsi fyrir hlutdeild sína í málinu. "Ég er bara ekki sáttur við að fá uppkveðinn sama dóm og þeir." Eftir að lík Vaidasar Juceviciusar fannst í höfninni í Neskaupstað 11. febrúar í fyrra var í fyrstu óttast að um morðmál væri að ræða enda stungusár á líkinu. Síðar kom í ljós að stungurnar voru gerðar eftir dauða Vaidasar til að hindra að líkið flyti upp vegna gasmyndunar við rotnun þess. Vaidas hafði flutt innvortis til landsins amfetamín í 61 pakkningu sem hann gleypti. Hann veiktist hins vegar daginn eftir komuna til landsins vegna stíflu í mjógirni af völdum pakkninganna. Grétar, Jónas og Tomas létu hjá líða að koma Vaidasi til hjálpar og lést hann sárkvalinn þremur dögum síðar. Jónas og Tomas óku svo með lík hans frá Reykjavík austur á Neskaupstað þar sem þeir sökktu því í sjó við netagerðarbryggjuna. Grétar, sem er frá Neskaupstað, flaug austur og aðstoðaði við að fela líkið. Eftir að málið komst í hámæli lýsti Grétar því hvernig honum þætti sér ógnað af lítháískri mafíu, en hann kvaðst laus við þann ótta nú og málið væri liðið hjá. "Núna er ég bara að sinna mínu lífi, halda heimili og vera til friðs," sagði hann fyrir utan Hæstarétt í gær. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Grétari Sigurðarsyni, Jónasi Inga Ragnarssyni og Tomasi Malakaukas, en hver þeirra hafði verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi. Dóminn hlutu þeir fyrir smygl á tæpum 224 grömmum af amfetamíni, brot gegn lífi og líkama og fyrir ósæmilega meðferð á líki Vaidasar Juceviciusar. "Þetta er bara úr í hött að öllu leyti," sagði Grétar eftir að dómurinn hafði verið kveðinn upp. "Maður hefði haldið að í öllum eðlilegum samfélögum yrði það talið þeim til tekna sem sýnir bót og betrun, vinnur með lögreglu og kemur fram eins og maður. Það virðist ekki vera hér." Hann sagðist þó ekki hafa hug á að fara lengra með mál sitt og kvaðst ekki ósáttur við að vera dæmdur í fangelsi fyrir hlutdeild sína í málinu. "Ég er bara ekki sáttur við að fá uppkveðinn sama dóm og þeir." Eftir að lík Vaidasar Juceviciusar fannst í höfninni í Neskaupstað 11. febrúar í fyrra var í fyrstu óttast að um morðmál væri að ræða enda stungusár á líkinu. Síðar kom í ljós að stungurnar voru gerðar eftir dauða Vaidasar til að hindra að líkið flyti upp vegna gasmyndunar við rotnun þess. Vaidas hafði flutt innvortis til landsins amfetamín í 61 pakkningu sem hann gleypti. Hann veiktist hins vegar daginn eftir komuna til landsins vegna stíflu í mjógirni af völdum pakkninganna. Grétar, Jónas og Tomas létu hjá líða að koma Vaidasi til hjálpar og lést hann sárkvalinn þremur dögum síðar. Jónas og Tomas óku svo með lík hans frá Reykjavík austur á Neskaupstað þar sem þeir sökktu því í sjó við netagerðarbryggjuna. Grétar, sem er frá Neskaupstað, flaug austur og aðstoðaði við að fela líkið. Eftir að málið komst í hámæli lýsti Grétar því hvernig honum þætti sér ógnað af lítháískri mafíu, en hann kvaðst laus við þann ótta nú og málið væri liðið hjá. "Núna er ég bara að sinna mínu lífi, halda heimili og vera til friðs," sagði hann fyrir utan Hæstarétt í gær.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira