Vill breytingar á fyrningarfresti 29. apríl 2005 00:01 Jónína Bjartmarz alþingismaður telur að huga þurfi að breytingum á frumvarpi um afnám fyrningarákvæðis þegar um er að ræða kynferðisbrot gegn börnum undir 14 ára aldri. Jónína á sæti í allsherjarnefnd, en þar er frumvarpið, sem Ágúst Ólafur Ágústsson alþingismaður lagði fram, til meðferðar. "Spurningin er hvort rök séu til þess að afnema fyrningarfrest í öllum ákvæðum kaflans um kynferðisbrot gegn börnum," sagði Jónína. "Við þeim brotum sem ekki fyrnast liggur að öllu jöfnu 16 ára fangelsi eða meira. Hvað varðar kynferðisafbrot erum við ekki að tala um hámarksrefsingu sem nemur svo miklu. Refsingarnar eru mjög mismunandi eftir grófleika brotanna en nálgast hvergi 16 ár. Því væri það úr takt við refsirammann gagnvart öðrum brotum með mun hærri hámarksrefsingu að afnema fyrningarfrestinn í öllum kynferðisbrotum gagnvart börnum. Á móti má benda á að mat almennings á alvarleika þessara brota hefur verið að breytast á allra síðustu árum. Þetta eru brot sem hafa ekkert minni áhrif á einstaklinginn til allrar framtíðar en mjög grófar líkamsmeiðingar; grófustu brotin í hegningarlögunum sem mjög þungar refsingar liggja við. Sá raunveruleiki er grunnurinn undir það að eðlilegt sé að þessi brot séu litin öðrum augum gagnvart fyrningunni." Jónína benti á nýjar upplýsingar frá Stígamótum sem sýndu að meðalaldur meirihluta þeirra einstaklinga sem leituðu þangað væri slíkur að brotin væru fyrnd samkvæmt gildandi fyrningarákvæði. Svo virtist sem brotaþolar gætu ekki tekist á við þessa hluti og leitað sér aðstoðar fyrr en þeir væru komnir á fullorðinsár og jafnvel efri ár. Þetta sýndi hve langan tíma fólk þyrfti til að vinna úr þessum brotum, ef það gerði það einhvern tíma á annað borð. "Það eru önnur rökin fyrir að afnema fyrningu í þessum brotum," sagði Jónína. "Segja má að því alvarlegra sem brotið sé, þeim mun lengri tíma þurfi þolandi til að vinna úr því. Þess vegna er ástæða til þess að fella alveg niður fyrningarfrestinn eða lengja hann verulega í alvarlegri brotunum. Það er síður ástæða til þess í hinum vægari. Þó svo að fyrningarfresturinn yrði afnuminn eða hann lengdur teldi ég enga ástæðu til að ætla einhverja holskeflu í kærum vegna slíkra brota, að því ógleymdu hve erfitt er að koma við sönnun í þessum málum og því erfiðara sem lengri tími er liðinn frá brotinu." Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira
Jónína Bjartmarz alþingismaður telur að huga þurfi að breytingum á frumvarpi um afnám fyrningarákvæðis þegar um er að ræða kynferðisbrot gegn börnum undir 14 ára aldri. Jónína á sæti í allsherjarnefnd, en þar er frumvarpið, sem Ágúst Ólafur Ágústsson alþingismaður lagði fram, til meðferðar. "Spurningin er hvort rök séu til þess að afnema fyrningarfrest í öllum ákvæðum kaflans um kynferðisbrot gegn börnum," sagði Jónína. "Við þeim brotum sem ekki fyrnast liggur að öllu jöfnu 16 ára fangelsi eða meira. Hvað varðar kynferðisafbrot erum við ekki að tala um hámarksrefsingu sem nemur svo miklu. Refsingarnar eru mjög mismunandi eftir grófleika brotanna en nálgast hvergi 16 ár. Því væri það úr takt við refsirammann gagnvart öðrum brotum með mun hærri hámarksrefsingu að afnema fyrningarfrestinn í öllum kynferðisbrotum gagnvart börnum. Á móti má benda á að mat almennings á alvarleika þessara brota hefur verið að breytast á allra síðustu árum. Þetta eru brot sem hafa ekkert minni áhrif á einstaklinginn til allrar framtíðar en mjög grófar líkamsmeiðingar; grófustu brotin í hegningarlögunum sem mjög þungar refsingar liggja við. Sá raunveruleiki er grunnurinn undir það að eðlilegt sé að þessi brot séu litin öðrum augum gagnvart fyrningunni." Jónína benti á nýjar upplýsingar frá Stígamótum sem sýndu að meðalaldur meirihluta þeirra einstaklinga sem leituðu þangað væri slíkur að brotin væru fyrnd samkvæmt gildandi fyrningarákvæði. Svo virtist sem brotaþolar gætu ekki tekist á við þessa hluti og leitað sér aðstoðar fyrr en þeir væru komnir á fullorðinsár og jafnvel efri ár. Þetta sýndi hve langan tíma fólk þyrfti til að vinna úr þessum brotum, ef það gerði það einhvern tíma á annað borð. "Það eru önnur rökin fyrir að afnema fyrningu í þessum brotum," sagði Jónína. "Segja má að því alvarlegra sem brotið sé, þeim mun lengri tíma þurfi þolandi til að vinna úr því. Þess vegna er ástæða til þess að fella alveg niður fyrningarfrestinn eða lengja hann verulega í alvarlegri brotunum. Það er síður ástæða til þess í hinum vægari. Þó svo að fyrningarfresturinn yrði afnuminn eða hann lengdur teldi ég enga ástæðu til að ætla einhverja holskeflu í kærum vegna slíkra brota, að því ógleymdu hve erfitt er að koma við sönnun í þessum málum og því erfiðara sem lengri tími er liðinn frá brotinu."
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira