Blásið á athugasemdir dómara 29. apríl 2005 00:01 Rúna Jónsdóttir, talskona Stígamóta, fagnar því að í nýföllnum dómi Hæstaréttar yfir manni sem fundinn var sekur um heimilisofbeldi, skuli ekkert gert með viðhorf þau sem birtust í fyrri dómi Héraðsdóms Reykjaness. Í þeim dómi, sem Guðmundur L. Jóhannesson héraðsdómari kvað upp var frá því greint að samband mannsins og konunnar sem ráðist var á hefði verið stofmasamt og að í árásinni hefði maðurinn lagt hendur á konuna ""í mikilli bræði og hníga gögnin frekar að því, að kærandi kunni að hafa valdið henni." Hæstiréttur tekur sérstaklega fram að maðurinn eigi sér engar málsbætur og segir hvorki leitt í ljós að konan hafi gefið ákærða tilefni til árásarinnar né að til átaka hafi komið milli þeirra. "Eins og fyrr segir réðist ákærði, sem er vel að manni, á varnarlausa konuna á heimili þeirra, þar sem aðrir voru henni ekki til bjargar, og tók hana meðal annars hálstaki með áðurnefndum afleiðingum. Var þessi árás hans því alvarleg og á ákærði sér ekki málsbætur," segir í dómnum. Héraðsdómur frestaði ákvörðun refsingar gegn því að maðurinn héldi þriggja ára skilorð, en Hæstiréttur skilorðsbatt í þrjú ár þriggja mánaða fangelsisdóm. Rúna telur hins vegar misræmi í refsiþyngd og vísar þar meðal annars til nýfallinna fangelsisdóma á handrukkara. "Ofbeldi gagnvart konum er það ofbeldi sem erfiðast er að fá viðurkennt," sagði hún og taldi dóminn yfir manninum vægan. "Augljóst er að taka þarf til í refsikerfi okkar, en vissulega er dómurinn samt í áttina," bætti hún við. Sif Konráðsdóttir hæstaréttarlögmaður telur umræðu um forsendur niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness hafa orðið til þess að ríkissaksóknari nýtti sér leyfi til að leita eftir áfrýjunarleyfi. "Ef ekki hefði verið opinber umfjöllun um málið er alls ekki víst að því hefði verið áfrýjað," sagði hún. Sif sagðist á sínum tíma hafa gert athugasemdir við að konunni sem fyrir árásinni varð skyldi ekki skipaður réttargæslumaður og taldi þar um handvömm lögreglu að ræða. Hún furðar sig til að mynda á að kærunni skyldi ekki hafa fylgt miskabótakrafa, en að slíkum hlutum hefði réttargæslumaður hugað. Sif fagnar því þó að Hæstiréttur taki nú með öðrum hætti á málum en gert var í héraðsdómi og að ekki sé vísað í neitt manninum til refsilækkunar eða málsbóta. "Blásið er á athugasemdir héraðsdómarans og það er gott," sagði hún. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Líkur á samningi við kennara í kvöld Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Sjá meira
Rúna Jónsdóttir, talskona Stígamóta, fagnar því að í nýföllnum dómi Hæstaréttar yfir manni sem fundinn var sekur um heimilisofbeldi, skuli ekkert gert með viðhorf þau sem birtust í fyrri dómi Héraðsdóms Reykjaness. Í þeim dómi, sem Guðmundur L. Jóhannesson héraðsdómari kvað upp var frá því greint að samband mannsins og konunnar sem ráðist var á hefði verið stofmasamt og að í árásinni hefði maðurinn lagt hendur á konuna ""í mikilli bræði og hníga gögnin frekar að því, að kærandi kunni að hafa valdið henni." Hæstiréttur tekur sérstaklega fram að maðurinn eigi sér engar málsbætur og segir hvorki leitt í ljós að konan hafi gefið ákærða tilefni til árásarinnar né að til átaka hafi komið milli þeirra. "Eins og fyrr segir réðist ákærði, sem er vel að manni, á varnarlausa konuna á heimili þeirra, þar sem aðrir voru henni ekki til bjargar, og tók hana meðal annars hálstaki með áðurnefndum afleiðingum. Var þessi árás hans því alvarleg og á ákærði sér ekki málsbætur," segir í dómnum. Héraðsdómur frestaði ákvörðun refsingar gegn því að maðurinn héldi þriggja ára skilorð, en Hæstiréttur skilorðsbatt í þrjú ár þriggja mánaða fangelsisdóm. Rúna telur hins vegar misræmi í refsiþyngd og vísar þar meðal annars til nýfallinna fangelsisdóma á handrukkara. "Ofbeldi gagnvart konum er það ofbeldi sem erfiðast er að fá viðurkennt," sagði hún og taldi dóminn yfir manninum vægan. "Augljóst er að taka þarf til í refsikerfi okkar, en vissulega er dómurinn samt í áttina," bætti hún við. Sif Konráðsdóttir hæstaréttarlögmaður telur umræðu um forsendur niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness hafa orðið til þess að ríkissaksóknari nýtti sér leyfi til að leita eftir áfrýjunarleyfi. "Ef ekki hefði verið opinber umfjöllun um málið er alls ekki víst að því hefði verið áfrýjað," sagði hún. Sif sagðist á sínum tíma hafa gert athugasemdir við að konunni sem fyrir árásinni varð skyldi ekki skipaður réttargæslumaður og taldi þar um handvömm lögreglu að ræða. Hún furðar sig til að mynda á að kærunni skyldi ekki hafa fylgt miskabótakrafa, en að slíkum hlutum hefði réttargæslumaður hugað. Sif fagnar því þó að Hæstiréttur taki nú með öðrum hætti á málum en gert var í héraðsdómi og að ekki sé vísað í neitt manninum til refsilækkunar eða málsbóta. "Blásið er á athugasemdir héraðsdómarans og það er gott," sagði hún.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Líkur á samningi við kennara í kvöld Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Sjá meira