Blásið á athugasemdir dómara 29. apríl 2005 00:01 Rúna Jónsdóttir, talskona Stígamóta, fagnar því að í nýföllnum dómi Hæstaréttar yfir manni sem fundinn var sekur um heimilisofbeldi, skuli ekkert gert með viðhorf þau sem birtust í fyrri dómi Héraðsdóms Reykjaness. Í þeim dómi, sem Guðmundur L. Jóhannesson héraðsdómari kvað upp var frá því greint að samband mannsins og konunnar sem ráðist var á hefði verið stofmasamt og að í árásinni hefði maðurinn lagt hendur á konuna ""í mikilli bræði og hníga gögnin frekar að því, að kærandi kunni að hafa valdið henni." Hæstiréttur tekur sérstaklega fram að maðurinn eigi sér engar málsbætur og segir hvorki leitt í ljós að konan hafi gefið ákærða tilefni til árásarinnar né að til átaka hafi komið milli þeirra. "Eins og fyrr segir réðist ákærði, sem er vel að manni, á varnarlausa konuna á heimili þeirra, þar sem aðrir voru henni ekki til bjargar, og tók hana meðal annars hálstaki með áðurnefndum afleiðingum. Var þessi árás hans því alvarleg og á ákærði sér ekki málsbætur," segir í dómnum. Héraðsdómur frestaði ákvörðun refsingar gegn því að maðurinn héldi þriggja ára skilorð, en Hæstiréttur skilorðsbatt í þrjú ár þriggja mánaða fangelsisdóm. Rúna telur hins vegar misræmi í refsiþyngd og vísar þar meðal annars til nýfallinna fangelsisdóma á handrukkara. "Ofbeldi gagnvart konum er það ofbeldi sem erfiðast er að fá viðurkennt," sagði hún og taldi dóminn yfir manninum vægan. "Augljóst er að taka þarf til í refsikerfi okkar, en vissulega er dómurinn samt í áttina," bætti hún við. Sif Konráðsdóttir hæstaréttarlögmaður telur umræðu um forsendur niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness hafa orðið til þess að ríkissaksóknari nýtti sér leyfi til að leita eftir áfrýjunarleyfi. "Ef ekki hefði verið opinber umfjöllun um málið er alls ekki víst að því hefði verið áfrýjað," sagði hún. Sif sagðist á sínum tíma hafa gert athugasemdir við að konunni sem fyrir árásinni varð skyldi ekki skipaður réttargæslumaður og taldi þar um handvömm lögreglu að ræða. Hún furðar sig til að mynda á að kærunni skyldi ekki hafa fylgt miskabótakrafa, en að slíkum hlutum hefði réttargæslumaður hugað. Sif fagnar því þó að Hæstiréttur taki nú með öðrum hætti á málum en gert var í héraðsdómi og að ekki sé vísað í neitt manninum til refsilækkunar eða málsbóta. "Blásið er á athugasemdir héraðsdómarans og það er gott," sagði hún. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Fleiri fréttir Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Sjá meira
Rúna Jónsdóttir, talskona Stígamóta, fagnar því að í nýföllnum dómi Hæstaréttar yfir manni sem fundinn var sekur um heimilisofbeldi, skuli ekkert gert með viðhorf þau sem birtust í fyrri dómi Héraðsdóms Reykjaness. Í þeim dómi, sem Guðmundur L. Jóhannesson héraðsdómari kvað upp var frá því greint að samband mannsins og konunnar sem ráðist var á hefði verið stofmasamt og að í árásinni hefði maðurinn lagt hendur á konuna ""í mikilli bræði og hníga gögnin frekar að því, að kærandi kunni að hafa valdið henni." Hæstiréttur tekur sérstaklega fram að maðurinn eigi sér engar málsbætur og segir hvorki leitt í ljós að konan hafi gefið ákærða tilefni til árásarinnar né að til átaka hafi komið milli þeirra. "Eins og fyrr segir réðist ákærði, sem er vel að manni, á varnarlausa konuna á heimili þeirra, þar sem aðrir voru henni ekki til bjargar, og tók hana meðal annars hálstaki með áðurnefndum afleiðingum. Var þessi árás hans því alvarleg og á ákærði sér ekki málsbætur," segir í dómnum. Héraðsdómur frestaði ákvörðun refsingar gegn því að maðurinn héldi þriggja ára skilorð, en Hæstiréttur skilorðsbatt í þrjú ár þriggja mánaða fangelsisdóm. Rúna telur hins vegar misræmi í refsiþyngd og vísar þar meðal annars til nýfallinna fangelsisdóma á handrukkara. "Ofbeldi gagnvart konum er það ofbeldi sem erfiðast er að fá viðurkennt," sagði hún og taldi dóminn yfir manninum vægan. "Augljóst er að taka þarf til í refsikerfi okkar, en vissulega er dómurinn samt í áttina," bætti hún við. Sif Konráðsdóttir hæstaréttarlögmaður telur umræðu um forsendur niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness hafa orðið til þess að ríkissaksóknari nýtti sér leyfi til að leita eftir áfrýjunarleyfi. "Ef ekki hefði verið opinber umfjöllun um málið er alls ekki víst að því hefði verið áfrýjað," sagði hún. Sif sagðist á sínum tíma hafa gert athugasemdir við að konunni sem fyrir árásinni varð skyldi ekki skipaður réttargæslumaður og taldi þar um handvömm lögreglu að ræða. Hún furðar sig til að mynda á að kærunni skyldi ekki hafa fylgt miskabótakrafa, en að slíkum hlutum hefði réttargæslumaður hugað. Sif fagnar því þó að Hæstiréttur taki nú með öðrum hætti á málum en gert var í héraðsdómi og að ekki sé vísað í neitt manninum til refsilækkunar eða málsbóta. "Blásið er á athugasemdir héraðsdómarans og það er gott," sagði hún.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Fleiri fréttir Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Sjá meira