Erlent

Þrjár bílsprengjur í morgun

Þrjár bílsprengjur sprungu í Bagdad í morgun. Að minnsta kosti átta létust og fjölmargir særðust. Árásirnar virðast vera liður í sprengjuherferð sem fór af stað eftir að ríkisstjórn var mynduð í Írak í síðustu viku. Herferðin hefur að mestu beinst að írökskum öryggissveitum en alls hafa um eitt hundrað manns látist í þessum árásum og meira en hundrað og fimmtíu særst. En þótt árásirnar hafi í flestum tilvikum beinst að hermönnum þá er stór hluti látinna og særðra óbreyttir borgarar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×