Díselolía 5 krónum ódýrari 7. maí 2005 00:01 Ríkisstjórnin hefur ákveðið að lækka hið umdeilda olíugjald til að stuðla að frekari notkun díselbíla, sem viðurkennt er að menga síður umhverfið þar sem vélarnar eru sparneytnari en bensínvélar. Frumvarpi ríkisstjórnarinnar var dreift á Alþingi síðdegis. Í frumvarpinu er olíugjaldið, sem á að koma til framkvæmda 1. júlí, lækkað þannig að útsöluverð díselolíu verði fimm krónum ódýrara en ella næstu sex mánuðina. Sveiflur í heimsmarkaðsverði hafa valdið því að díselolía hefur verið dýrara en bensín. Með frumvarpinu nú verður hins vegar breyting þar á. Geir H. Haarde fjármálaráðherra segir að hugmyndin með nýja kerfinu sé að stuðla að því að díselbílar verði hagkvæmari en verið hefur og raunverulegur samkeppniskostur við bensínbílanna. Eftir að lögin voru samþykkt í fyrra hefur það gerst á heimsmarkaði að díselolían er orðin dýrarin en bensínið sem er mjög óvanalegt ástand. „Við ætlum að bregðast við því með því að lækka gjaldið á díselolíuna með þessum hætti, og þá í sex mánuði til að byrja með til að gefa sjálfum okkur tóm til þess að meta það í haust hvernig reynslan er af þessu kerfi, og hvernig rétt er að stilla þessi kerfi af innbyrðis, allt svo olíugjaldið, bensíngjald og kílómetragjald á þyngri bílanna,“ segir Geir. Kostnaður ríkissjóðs vegna frumvarpsins er um 160 milljónir. Það þarf aukinn meirihluta á þinginu til að afgreiða frumvarpið vegna þess hversu seint það kemur fram. Ráðherrann á þó ekki von á andstöðu enda sé um ívilnandi frumvarp að ræða. Hann segir að beðið hafi verið með að leggja það fram til að meta hvernig málið liti út. Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að lækka hið umdeilda olíugjald til að stuðla að frekari notkun díselbíla, sem viðurkennt er að menga síður umhverfið þar sem vélarnar eru sparneytnari en bensínvélar. Frumvarpi ríkisstjórnarinnar var dreift á Alþingi síðdegis. Í frumvarpinu er olíugjaldið, sem á að koma til framkvæmda 1. júlí, lækkað þannig að útsöluverð díselolíu verði fimm krónum ódýrara en ella næstu sex mánuðina. Sveiflur í heimsmarkaðsverði hafa valdið því að díselolía hefur verið dýrara en bensín. Með frumvarpinu nú verður hins vegar breyting þar á. Geir H. Haarde fjármálaráðherra segir að hugmyndin með nýja kerfinu sé að stuðla að því að díselbílar verði hagkvæmari en verið hefur og raunverulegur samkeppniskostur við bensínbílanna. Eftir að lögin voru samþykkt í fyrra hefur það gerst á heimsmarkaði að díselolían er orðin dýrarin en bensínið sem er mjög óvanalegt ástand. „Við ætlum að bregðast við því með því að lækka gjaldið á díselolíuna með þessum hætti, og þá í sex mánuði til að byrja með til að gefa sjálfum okkur tóm til þess að meta það í haust hvernig reynslan er af þessu kerfi, og hvernig rétt er að stilla þessi kerfi af innbyrðis, allt svo olíugjaldið, bensíngjald og kílómetragjald á þyngri bílanna,“ segir Geir. Kostnaður ríkissjóðs vegna frumvarpsins er um 160 milljónir. Það þarf aukinn meirihluta á þinginu til að afgreiða frumvarpið vegna þess hversu seint það kemur fram. Ráðherrann á þó ekki von á andstöðu enda sé um ívilnandi frumvarp að ræða. Hann segir að beðið hafi verið með að leggja það fram til að meta hvernig málið liti út.
Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira