Út af geðdeild og rændi bílum 8. maí 2005 00:01 Eftir að karlmanni var sleppt af geðdeild Landsspítalans ruddist hann inn í bíl skammt frá geðdeildinni. Konu, sem var á bílnum, tókst að komast út og gera lögreglu viðvart, sem hóf leit að bílnum. Skömmu síðar var tilkynnt um að bíl hefði verið ekið út af Vesturlandsvegi, við Hlégarð í Mosfellsbæ, og reyndist það vera bíllinn sem rænt var við sjúkrahúsið skömmu áður. Litlu mátti muna að slys hlytist af en bílinn, sem er af gerðinni Land Rover, skemmdist mikið. Tvær konur á Daihatsu-bifreið vildu aðstoða þann sem ekið hafði út af. Ökumaðurinn hratt upp bílstjórahurðinni, dró konuna út úr bílnum og hrinti henni í götuna. Hann settist undir stýri og ók sem leið lá að Hlaðgerðarkoti, en þar hafði hann verið í vímuefnameðferð en eftir að háttarlag hans olli ótta um að hann skaðaði sjálfan sig eða aðra var hann sendur á geðdeild eftir að læknir hafði skoðað hann. Læknar á geðdeildinni sáu hins vegar ekki ástæðu til að halda honum lengur. Maðurinn var ekki vistaður í nauðungarvistun eins og heimild mun vera til. Hvorki Svanur Óskarsson, forstöðumaður í Hlaðgerðarkoti, né Flosi Karlsson, læknir sem óskaði upphaflega eftir að maðurinn færi á geðdeild, vildu tjá sig um ákvörðun geðdeildarinnar. Ekki náðist í vakthafandi lækni á geðdeildinni þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. "Það er rétt að ég kallaði til lækni til að fá álit hans. Vistmaðurinn hafði átt við geðræn vandamál að stríða. Hann var mjög þunglyndur auk þess sem hann hafði ranghugmyndir um að skaða sig og aðra," sagði Svanur sem óttaðist um heilsu mannsins. Að sögn Árna Þórs Sigmundssonar, aðalvarðstjóra lögreglunnar í Reykjavík, þótti mesta mildi að ekki fór verr. "Aksturinn þótti glæfralegur," sagði Árni Þór. Eftir handtökuna var hann færður á lögreglustöð þar sem rætt var við hann. Læknir var kallaður til og komst hann að sömu niðurstöðu og Flosi Karlsson hafði gert, hálfum sólarhring áður. Maðurinn var færður á sjúkrahús þar sem hann dvelst nú. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Eftir að karlmanni var sleppt af geðdeild Landsspítalans ruddist hann inn í bíl skammt frá geðdeildinni. Konu, sem var á bílnum, tókst að komast út og gera lögreglu viðvart, sem hóf leit að bílnum. Skömmu síðar var tilkynnt um að bíl hefði verið ekið út af Vesturlandsvegi, við Hlégarð í Mosfellsbæ, og reyndist það vera bíllinn sem rænt var við sjúkrahúsið skömmu áður. Litlu mátti muna að slys hlytist af en bílinn, sem er af gerðinni Land Rover, skemmdist mikið. Tvær konur á Daihatsu-bifreið vildu aðstoða þann sem ekið hafði út af. Ökumaðurinn hratt upp bílstjórahurðinni, dró konuna út úr bílnum og hrinti henni í götuna. Hann settist undir stýri og ók sem leið lá að Hlaðgerðarkoti, en þar hafði hann verið í vímuefnameðferð en eftir að háttarlag hans olli ótta um að hann skaðaði sjálfan sig eða aðra var hann sendur á geðdeild eftir að læknir hafði skoðað hann. Læknar á geðdeildinni sáu hins vegar ekki ástæðu til að halda honum lengur. Maðurinn var ekki vistaður í nauðungarvistun eins og heimild mun vera til. Hvorki Svanur Óskarsson, forstöðumaður í Hlaðgerðarkoti, né Flosi Karlsson, læknir sem óskaði upphaflega eftir að maðurinn færi á geðdeild, vildu tjá sig um ákvörðun geðdeildarinnar. Ekki náðist í vakthafandi lækni á geðdeildinni þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. "Það er rétt að ég kallaði til lækni til að fá álit hans. Vistmaðurinn hafði átt við geðræn vandamál að stríða. Hann var mjög þunglyndur auk þess sem hann hafði ranghugmyndir um að skaða sig og aðra," sagði Svanur sem óttaðist um heilsu mannsins. Að sögn Árna Þórs Sigmundssonar, aðalvarðstjóra lögreglunnar í Reykjavík, þótti mesta mildi að ekki fór verr. "Aksturinn þótti glæfralegur," sagði Árni Þór. Eftir handtökuna var hann færður á lögreglustöð þar sem rætt var við hann. Læknir var kallaður til og komst hann að sömu niðurstöðu og Flosi Karlsson hafði gert, hálfum sólarhring áður. Maðurinn var færður á sjúkrahús þar sem hann dvelst nú.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira