Fangar fara einir í flug 9. maí 2005 00:01 Fangar eru yfirleitt sendir fylgdarlausir í flugi milli Reykjavíkur og Akureyrar. Fanganum er þá fylgt á flugvöllinn, flugmiði keyptur og séð til þess að hann fari í flugið en honum ekki fylgt inn í flugvélina. Tekið er á móti fanganum við lendingu og honum fylgt í fangelsið en að öðru leyti er hann fylgdarlaus um borð. Flugstjórinn er látinn vita þegar fangi er sendur með vélinni og hefur komið fyrir að flugstjóri hafi neitað að flytja eftirlitslausan fanga. Misbrestur hefur þó orðið á því að flugstjóri hafi verið látinn vita. Samkvæmt upplýsingum frá Erlendi S. Baldurssyni, deildarstjóra Fangelsismálastofnunar, er metið hverju sinni af yfirstjórn viðkomandi fangelsis í samráði við Fangelsisismálastofnun hvort fylgja þurfi föngum milli landshluta eða hvort hægt sé að senda þá fylgdarlausa í flugi. "Þetta fer eftir því hvort ástæða er til að ætla að það þurfi einhvern með þeim. Ef ekki þá eru þeir keyrðir út á flugvöll af fangaflutningsmönnum og tekið á móti þeim við komu. Ef ástæða er til að ætla að þeir geti ekki ferðast eins og venjulegt fólk þá er fylgdarmaður sendur með þeim," segir hann. Undir þetta tekur Guðmundur Gíslason fangelsisstjóri: "Eftirlitslausir flutningar tíðkast þegar um mjög rólega einstaklinga er að ræða þar sem ekki er ástæða til að ætla að þeir verði til neinna vandræða." Fangaflutningarnir hafa nær undantekningalaust gengið vandræðalítið, að sögn Erlendar, "en eins og annars staðar getur komið upp eitt og eitt dæmi þar sem einhver leiðindi verða. Þetta hefur viðgengist í mörg ár og aldrei skapast nein veruleg vandræði," segir Guðmundur. Á Akureyri eru yfirleitt vistaðir menn með stutta dóma, til dæmis fyrir umferðarlagabrot eða þjófnað, og eru þeir fimm til sex þegar flest er. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Fangar eru yfirleitt sendir fylgdarlausir í flugi milli Reykjavíkur og Akureyrar. Fanganum er þá fylgt á flugvöllinn, flugmiði keyptur og séð til þess að hann fari í flugið en honum ekki fylgt inn í flugvélina. Tekið er á móti fanganum við lendingu og honum fylgt í fangelsið en að öðru leyti er hann fylgdarlaus um borð. Flugstjórinn er látinn vita þegar fangi er sendur með vélinni og hefur komið fyrir að flugstjóri hafi neitað að flytja eftirlitslausan fanga. Misbrestur hefur þó orðið á því að flugstjóri hafi verið látinn vita. Samkvæmt upplýsingum frá Erlendi S. Baldurssyni, deildarstjóra Fangelsismálastofnunar, er metið hverju sinni af yfirstjórn viðkomandi fangelsis í samráði við Fangelsisismálastofnun hvort fylgja þurfi föngum milli landshluta eða hvort hægt sé að senda þá fylgdarlausa í flugi. "Þetta fer eftir því hvort ástæða er til að ætla að það þurfi einhvern með þeim. Ef ekki þá eru þeir keyrðir út á flugvöll af fangaflutningsmönnum og tekið á móti þeim við komu. Ef ástæða er til að ætla að þeir geti ekki ferðast eins og venjulegt fólk þá er fylgdarmaður sendur með þeim," segir hann. Undir þetta tekur Guðmundur Gíslason fangelsisstjóri: "Eftirlitslausir flutningar tíðkast þegar um mjög rólega einstaklinga er að ræða þar sem ekki er ástæða til að ætla að þeir verði til neinna vandræða." Fangaflutningarnir hafa nær undantekningalaust gengið vandræðalítið, að sögn Erlendar, "en eins og annars staðar getur komið upp eitt og eitt dæmi þar sem einhver leiðindi verða. Þetta hefur viðgengist í mörg ár og aldrei skapast nein veruleg vandræði," segir Guðmundur. Á Akureyri eru yfirleitt vistaðir menn með stutta dóma, til dæmis fyrir umferðarlagabrot eða þjófnað, og eru þeir fimm til sex þegar flest er.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira