Klofinn dómur í kynferðisbrotamáli 12. maí 2005 00:01 Maður hefur verið sýknaður af ákæru um að hafa misnotað 10 ára gamla systurdóttur sína. Einn dómari skilaði séráliti og vildi dæma manninn í 10 mánaða fangelsi auk þess að láta hann greiða stúlkunni hálfa milljón í miskabætur. Maðurinn var sakaður um að hafa káfað innan klæða á rassi og kynfærum stúlkunnar, sett fingur inn í kynfæri hennar og nuddað lim sínum við ber kynfæri hennar og rass. Stúlkan var í heimsókn hjá manninum og sjö ára gamalli dóttur hans og sváfu þau öll í sama rúmi. Stúlkan bar að maðurinn hafi talið hana vera sofandi, en hún lét ekki vita af því að hún vakti og greindi frá því hvernig hann hafi að lokum farið á klósett og þvegið sér. Þegar hún taldi að maðurinn væri sofnaður sagðist hún hafa fært sig niður á gólf og var hún þar það sem eftir lifði nætur. Meint brot átti að hafa átt sér stað í júní 2003. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands vestra 6. þessa mánaðar af Halldóri Halldórssyni dómsformanni og Ásgeiri Magnússyni, héraðsdómurum. Sigrún Guðmundsdóttir héraðsdómari skilaði séráliti. Maðurinn neitaði staðfastlega sakargiftum og kvaðst enga skýringu geta gefið á því hvers vegna stúlkan sakaði hann um að hafa brotið á sér. Stúlkan var tvisvar fengin til að tjá sig um atburðina fyrir dómi, en vildi ekki í fyrra skiptið tjá sig. Í millitíðinni var tekið viðtal við stúlkuna í Barnahúsi þar sem hún greindi starfsmanni frá atburðum. Meirihluti dómsins tekur fram að þessir annmarkar á framburði stúlkunnar, gegn staðfastri neitun mannsins, þýði að ekki hafi tekist að "færa fram lögfulla sönnun á sekt hans." Í sératkvæði Sigrúnar bendir hún á að ágreiningslaust sé að stúlkan hafi dvalist næturlangt hjá manninum á umræddum tíma, hún hafi greint bæði bróður sinni og móður frá atburðum en það gerði hún rúmum mánuði eftir að meint brot átti sér stað. "Þótt stelpan hafi ekki skýrt ókunnugum frá atburðinum strax, álít ég hana trúverðuga og einlæga í framburði sínum," sagði hún og vísaði jafnframt til álits lækna um að meyjarhaft stúlkunnar hafi borið gróna áverka og hún hafi sýnt merki um slæma andlega líðan eftir atburðinn, svo sem svefntruflanir og sjálfsmeiðingar. Sigríður J. Friðjónsdóttir saksóknari segir að enn hafi ekki verið tekin ákvörðun um hvort dómnum verði áfrýjað en hann hafi verið sendur áfram til ríkissaksóknara. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira
Maður hefur verið sýknaður af ákæru um að hafa misnotað 10 ára gamla systurdóttur sína. Einn dómari skilaði séráliti og vildi dæma manninn í 10 mánaða fangelsi auk þess að láta hann greiða stúlkunni hálfa milljón í miskabætur. Maðurinn var sakaður um að hafa káfað innan klæða á rassi og kynfærum stúlkunnar, sett fingur inn í kynfæri hennar og nuddað lim sínum við ber kynfæri hennar og rass. Stúlkan var í heimsókn hjá manninum og sjö ára gamalli dóttur hans og sváfu þau öll í sama rúmi. Stúlkan bar að maðurinn hafi talið hana vera sofandi, en hún lét ekki vita af því að hún vakti og greindi frá því hvernig hann hafi að lokum farið á klósett og þvegið sér. Þegar hún taldi að maðurinn væri sofnaður sagðist hún hafa fært sig niður á gólf og var hún þar það sem eftir lifði nætur. Meint brot átti að hafa átt sér stað í júní 2003. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands vestra 6. þessa mánaðar af Halldóri Halldórssyni dómsformanni og Ásgeiri Magnússyni, héraðsdómurum. Sigrún Guðmundsdóttir héraðsdómari skilaði séráliti. Maðurinn neitaði staðfastlega sakargiftum og kvaðst enga skýringu geta gefið á því hvers vegna stúlkan sakaði hann um að hafa brotið á sér. Stúlkan var tvisvar fengin til að tjá sig um atburðina fyrir dómi, en vildi ekki í fyrra skiptið tjá sig. Í millitíðinni var tekið viðtal við stúlkuna í Barnahúsi þar sem hún greindi starfsmanni frá atburðum. Meirihluti dómsins tekur fram að þessir annmarkar á framburði stúlkunnar, gegn staðfastri neitun mannsins, þýði að ekki hafi tekist að "færa fram lögfulla sönnun á sekt hans." Í sératkvæði Sigrúnar bendir hún á að ágreiningslaust sé að stúlkan hafi dvalist næturlangt hjá manninum á umræddum tíma, hún hafi greint bæði bróður sinni og móður frá atburðum en það gerði hún rúmum mánuði eftir að meint brot átti sér stað. "Þótt stelpan hafi ekki skýrt ókunnugum frá atburðinum strax, álít ég hana trúverðuga og einlæga í framburði sínum," sagði hún og vísaði jafnframt til álits lækna um að meyjarhaft stúlkunnar hafi borið gróna áverka og hún hafi sýnt merki um slæma andlega líðan eftir atburðinn, svo sem svefntruflanir og sjálfsmeiðingar. Sigríður J. Friðjónsdóttir saksóknari segir að enn hafi ekki verið tekin ákvörðun um hvort dómnum verði áfrýjað en hann hafi verið sendur áfram til ríkissaksóknara.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira