Mega vinna tímabundið á leyfis 13. október 2005 19:12 Héraðsdómur Austurlands viðurkenndi í dag að tveim lettneskum mönnum hefði verið heimilt að vinna við Kárahnjúka án atvinnuleyfis í tvo mánuði. Verjandi mannanna segir þetta áfellisdóm yfir verkalýðshreyfingunni í landinu. Lettarnir tveir störfuðu fyrir GT verktaka við Kárahnjúka frá byrjun febrúar til 11. apríl. Þeir störfuðu hjá fyrirtækinu á forsendum þjónustusamnings sem gerður var við starfsmannaleiguna Vislandia í Lettlandi og var þeim gefið að sök að hafa brotið lög um atvinnuréttindi útlendinga með því að vinna hér án atvinnuleyfis. Dómurinn komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að um rétt Lettana til að vinna á Íslandi hafi gilt ákvæði um réttarstöðu starfsmanna sem starfa tímabundið hér á landi á vegum erlendra fyrirtækja. Öllum borgurum ríkja á Evrópska efnahagssvæðinu sé heimilt að starfa hér tímabundið vegna þjónustuviðskipta. Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður segir að með dómnum sé kennisetningum Vinnumálastofnunar og verkalýðshreyfingarinnar um þessi mál kollvarpað og samkvæmt dóminum geti allir ríkisborgarar innan EES, hvort sem það eru gömul eða ný ríki, starfað á Íslandi án atvinnuleyfis. Sveinn segir hugsanlegt að nú færist það í vöxt að hingað komi fólk frá öðrum löndum Evrópu til að starfa hér um skemmri tíma. Það sé einfaldlega þannig að fólk annars staðar frá Evrópu megi koma hingað til að starfa í þrjá mánuði eða skemur. Þá telur hann að í ljósi dómsins í dag sé rétt að endurskoða nýlegan dóm yfir tveim útlendingum á Suðurlandi. Honum finnst enn fremur að dómurinn í dag sé áfellisdómur yfir ákæruvaldið á Suðurlandi þar sem menn hafi verið dæmdir verjendalausir fyrir nákvæmlega sömu sakagiftir og þeir séu eftir ítarlega og vandaða málsmeðferð sýknaðir af á Austurlandi. Það sé umhugsunarefni hvort útlendingar fái lakari meðferð í réttarkerfinu en Íslendingar. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Héraðsdómur Austurlands viðurkenndi í dag að tveim lettneskum mönnum hefði verið heimilt að vinna við Kárahnjúka án atvinnuleyfis í tvo mánuði. Verjandi mannanna segir þetta áfellisdóm yfir verkalýðshreyfingunni í landinu. Lettarnir tveir störfuðu fyrir GT verktaka við Kárahnjúka frá byrjun febrúar til 11. apríl. Þeir störfuðu hjá fyrirtækinu á forsendum þjónustusamnings sem gerður var við starfsmannaleiguna Vislandia í Lettlandi og var þeim gefið að sök að hafa brotið lög um atvinnuréttindi útlendinga með því að vinna hér án atvinnuleyfis. Dómurinn komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að um rétt Lettana til að vinna á Íslandi hafi gilt ákvæði um réttarstöðu starfsmanna sem starfa tímabundið hér á landi á vegum erlendra fyrirtækja. Öllum borgurum ríkja á Evrópska efnahagssvæðinu sé heimilt að starfa hér tímabundið vegna þjónustuviðskipta. Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður segir að með dómnum sé kennisetningum Vinnumálastofnunar og verkalýðshreyfingarinnar um þessi mál kollvarpað og samkvæmt dóminum geti allir ríkisborgarar innan EES, hvort sem það eru gömul eða ný ríki, starfað á Íslandi án atvinnuleyfis. Sveinn segir hugsanlegt að nú færist það í vöxt að hingað komi fólk frá öðrum löndum Evrópu til að starfa hér um skemmri tíma. Það sé einfaldlega þannig að fólk annars staðar frá Evrópu megi koma hingað til að starfa í þrjá mánuði eða skemur. Þá telur hann að í ljósi dómsins í dag sé rétt að endurskoða nýlegan dóm yfir tveim útlendingum á Suðurlandi. Honum finnst enn fremur að dómurinn í dag sé áfellisdómur yfir ákæruvaldið á Suðurlandi þar sem menn hafi verið dæmdir verjendalausir fyrir nákvæmlega sömu sakagiftir og þeir séu eftir ítarlega og vandaða málsmeðferð sýknaðir af á Austurlandi. Það sé umhugsunarefni hvort útlendingar fái lakari meðferð í réttarkerfinu en Íslendingar.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira