Jói var okkar stoð og stytta 17. maí 2005 00:01 "Jói var okkar stoð og stytta hér," segja Sigurður Jónsson og Ágústa Kristín Magnúsdóttir sem voru vinnuveitendur Vu Van Phong eða Jóa eins og hann var kallaður. Ekkja hans, Thanh Viet Mac, vinnur líka hjá þeim. Blaðamaður hitti þau Sigurð og Ágústu til að fá að vita hvaða mann hann hafði að geyma. "Hann var búinn að vinna hér síðan hann kom á okkar vegum til Íslands fyrir fimm árum en þá var konan hans búin að starfa hjá okkur í eitt ár. Þau hafa gengið hér í gegnum flest það sem ungt fólk gengur í gegnum, keypt íbúð og bíl og eignast yndislega dóttur sem nú er þriggja ára. Bara gert allt það sem venjulegt fólk gerir. Jói talaði góða íslensku og var farinn að skilja flest allt eftir að hafa verið hér í eitt ár," sagði Sigurður. "Hann smakkaði aldrei áfengi, vann vel fyrir heimili sínu og fjölskyldu og var hugljúfi allra þeirra sem hann þekktu. Hann var einstaklega sterkur persónuleiki og gaf af sér. Hann var duglegur, glaður og jákvæður. Allir smituðust af jákvæðu viðhorfi hans. Jói er búinn að vera eins og einn af okkur og hefur gengið í öll störf og tók það ekki illa upp þó að konur segðu honum fyrir verkum. Hann var mikill jafnaðarmaður og friðarsinni og barði ekki einu sinni í borð þótt hann reiddist," sagði Sigurður. Than Viet Mac, ekkja Jóa, á von á öðru barni þeirra. "Hún er komin stutt á leið en áfallið er gífurlegt fyrir hana. Hvað hún gerir í framtíðinni, hvort hún fer aftur að vinna eða til sinna ættingja í Víetnam vitum við ekki ennþá, hún á eftir að gera það upp við sig," sagði Ágústa. Spurður að því hvernig komu hjónanna bar til segir Sigurður: "Móðursystir ekkjunnar hefur unnið hjá okkur lengi en hún var meðal fyrstu flóttamannana sem komu hingað til lands frá Víetnam, á vegum Rauða krossins fyrir fjórtán árum." Aðspurð hvort þau hafi ekki kynnst fjölskyldunni vel sagði Ágústa: "Það má vel segja að þau séu hluti af okkar fjölskyldu og unga fólkið hefur komist næst því að vera eins og börnin okkar. Dóttir þeirra þriggja ára hefur líka verið hér stundum og hún er hvers manns hugljúfi. Við eigum margar góðar minningar um Jóa og þær lifa áfram." Ekkjan gaf Fréttablaðinu ekki kost á viðtali að svo stöddu. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
"Jói var okkar stoð og stytta hér," segja Sigurður Jónsson og Ágústa Kristín Magnúsdóttir sem voru vinnuveitendur Vu Van Phong eða Jóa eins og hann var kallaður. Ekkja hans, Thanh Viet Mac, vinnur líka hjá þeim. Blaðamaður hitti þau Sigurð og Ágústu til að fá að vita hvaða mann hann hafði að geyma. "Hann var búinn að vinna hér síðan hann kom á okkar vegum til Íslands fyrir fimm árum en þá var konan hans búin að starfa hjá okkur í eitt ár. Þau hafa gengið hér í gegnum flest það sem ungt fólk gengur í gegnum, keypt íbúð og bíl og eignast yndislega dóttur sem nú er þriggja ára. Bara gert allt það sem venjulegt fólk gerir. Jói talaði góða íslensku og var farinn að skilja flest allt eftir að hafa verið hér í eitt ár," sagði Sigurður. "Hann smakkaði aldrei áfengi, vann vel fyrir heimili sínu og fjölskyldu og var hugljúfi allra þeirra sem hann þekktu. Hann var einstaklega sterkur persónuleiki og gaf af sér. Hann var duglegur, glaður og jákvæður. Allir smituðust af jákvæðu viðhorfi hans. Jói er búinn að vera eins og einn af okkur og hefur gengið í öll störf og tók það ekki illa upp þó að konur segðu honum fyrir verkum. Hann var mikill jafnaðarmaður og friðarsinni og barði ekki einu sinni í borð þótt hann reiddist," sagði Sigurður. Than Viet Mac, ekkja Jóa, á von á öðru barni þeirra. "Hún er komin stutt á leið en áfallið er gífurlegt fyrir hana. Hvað hún gerir í framtíðinni, hvort hún fer aftur að vinna eða til sinna ættingja í Víetnam vitum við ekki ennþá, hún á eftir að gera það upp við sig," sagði Ágústa. Spurður að því hvernig komu hjónanna bar til segir Sigurður: "Móðursystir ekkjunnar hefur unnið hjá okkur lengi en hún var meðal fyrstu flóttamannana sem komu hingað til lands frá Víetnam, á vegum Rauða krossins fyrir fjórtán árum." Aðspurð hvort þau hafi ekki kynnst fjölskyldunni vel sagði Ágústa: "Það má vel segja að þau séu hluti af okkar fjölskyldu og unga fólkið hefur komist næst því að vera eins og börnin okkar. Dóttir þeirra þriggja ára hefur líka verið hér stundum og hún er hvers manns hugljúfi. Við eigum margar góðar minningar um Jóa og þær lifa áfram." Ekkjan gaf Fréttablaðinu ekki kost á viðtali að svo stöddu.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira