Innlent

Frítekjumark LÍN afnumið

Frítekjumark verður afnumið á næsta skólaári, samkvæmt nýsamþykktum breytingum stjórnar Lánasjóðs íslenskra námsmanna á úthlutunarreglum. Í tilkynningu frá námsmannahreyfingunum segir að um 85 prósent námsmanna muni njóta góðs af þessari breytingu auk þess sem hún hefur í för með sér auðveldari endurkomu í nám fyrir fólk á vinnumarkaði þar sem tekjusvigrúm hefur aukist. Grunnframfærsla innanlands hækkar úr 79.500 krónum í 82.500 krónur. Í framhaldi af nýjum reglum er áætlað að tæplega 10.000 manns fái átta milljarða króna í námslán á næsta ári. Áætluð aukning útlána milli ára er 855 milljónir króna eða 12 prósent.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×