Lögreglumaður þurfti hjálp
Lögreglumaður á Eskifirði stöðvaði í fyrrakvöld mann við reglubundið eftirlit. Þegar maðurinn steig út úr bílnum stafaði frá honum megn áfengislykt og upphófust átök þegar hann streittist á móti handtöku. Varðstjóri á frívakt kom aðvífandi og aðstoðaði við handtökuna og fær mál mannsins hér eftir hefðbundna meðferð. Það vakti athygli lögreglu að þrátt fyrir að margir vegfarendur yrðu varir við átökin kom enginn lögreglumanninum til hjálpar.