Erlent

Útlit fyrir afhroð Schröders

Allt útlit er fyrir að flokkur Gerhards Schröders, kanslara Þýskalands, Jafnaðarmannaflokkurinn, bíði afhroð og tapi í kosningum sem fram fara í dag í þýska sambandsríkinu Nordrhein-Westfalen en flokkurinn hefur verið þar við völd í tæpa fjóra áratugi. Kjörstaðir voru opnaðir í morgunsárið og eru um þrettán milljónir manna á kjörskrá. Nýjustu skoðanakannanir hafa bent til þess að Kristilegir demókratar vinni sigur í kosningunum með a.m.k. sjö prósenta meira fylgi en Jafnaðarmannaflokkurinn. Það yrði gríðarlegt áfall fyrir Schröder en kosið er til þýska þingsins á næsta ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×