Erlent

Þingkosningum flýtt í Þýskalandi

Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, hefur flýtt almennum þingkosningunum í landinu um eitt ár og boðað þær strax í haust eftir að flokkur hans, þýski Jafnaðarmannaflokkurinn, galt afhroð í kosningum í sambandsríkinu Nordrhein-Westfalen í dag. Samkvæmt útgönguspám sigruðu Kristilegir demókratar með tæplega 45 prósent atkvæða en jafnaðarmenn fengu um 38 prósent. Niðurstaðan er gríðarlegt áfall fyrir Schröder en flokkur hans hefur verið við völd í þessu langfjölmennasta sambandsríki Þýskalands í tæpa fjóra áratugi. Ólíklegt þykir að honum takist að tryggja sér sigur í kosningum þriðja kjörtímabilið í röð og kann þetta því að þýða endalokin á ríkisstjórnarsamstarfi jafnaðarmanna og græningja.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×