Innlent

Þarf tvo milljarða í bætt öryggi

Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra telur að það þurfi að verja um tveimur milljörðum króna á næstu fjórum árum til að auka öryggi í heilbrigðiskerfinu. Í Fréttablaðinu í gær kom fram að gera má ráð fyrir að um 130 manns látist hér á landi árlega vegna einhvers konar mistaka í heilbrigðiskerfinu og að þessi mistök kosti þjóðarbúið um 1,3 milljarða króna á ári. "Það sem ég legg áherslu á í þessu sambandi er að við bætum öryggi í heilbrigðiskerfinu og stór þáttur í því er að flýta uppbyggingu rafrænna samskipta og rafrænna skráninga innan kerfisins", segir Jón Kristjánsson Hann segir unnið að þessum málum í ráðuneytinu og þó þessu fylgi nokkur kostnaður þá komi sparnaður á móti ef hægt verður að draga úr mistökum. Engin áform eru þó innan ráðuneytisins um að rannsaka mistök í heilbrigðiskerfinu að svo stöddu. "Það eru skiptar skoðanir á því hvað á að leggja mikla vinnu og fjármuni og slíkt, en ég skil þau sjónarmið að menn vilji vita hvar þeir standa" segir heilbrigðisráðherra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×