Innlent

Vilja halda í vaxtabótakerfið

Ungir framsóknarmenn leggjast gegn því að vaxtabótakerfið verði afnumið. Stjórn Sambands ungra framsóknarmanna segir í ályktun að vaxtabætur séu eitt besta tækifæri sem stjórnvöld hafa til að hjálpa fólki við að koma sér þaki yfir höfuðið. Þá segja þeir að ekki megi koma í bakið á því unga fólkið sem hefur stofnað til skulda vegna íbúðakaupa og tekið vaxtabætur með í reikninginn við ákvörðun um húsnæðiskaup. Geir H. Haarde fjármálaráðherra hefur sagt að til greina komi að afnema vaxtabótakerfið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×