Bayern München vann í gærkvöld þýska bikarinn í knattspyrnu í 12. sinn þegar liðið sigraði Schalke með tveimur mörkum gegn einu á Ólympíuleikvanginum í Berlín. Þetta er í fimmta sinn sem Bayern München vinnur tvöfallt í Þýskalandi, en liðið vann meistaratitilinn í Þýskalandi á dögunum.