Innlent

Ekki mikil áhrif fyrir Íslendinga

Höfnun Frakka á stjórnarskrá Evrópusambandsins hefur engin sérstök áhrif fyrir Íslendinga. Þetta segir Eiríkur Bergmann Einarsson, stjórnmálafræðingur við Háskóla Íslands. Kjell Magne Bondevik, forsætisráðherra Noregs, segir að niðurstaða kosninganna í Frakklandi fresti hugsanlegri aðild Norðmanna að sambandinu enn frekar. Eiríkur segir að Evrópusambandið verði að vinna úr þeim vanda sem skapast hefur með höfnun Frakka á stjórnarskránni. Þetta sé töluvert áfall fyrir Evrópusambandið því nú líti út fyrir að stjórnarskráin sé nánast dauð, a.m.k. ef Hollendingar fella hana í kosningum þar í landi á næstunni. Eiríkur heldur að þetta hafi fyrst og fremst áhrif á hugsanlega aðild Tyrklands að Evrópusambandinu. „Það er nokkuð ljóst að ef stjórnarskráin, eða þeir þættir sem megin eru, komast ekki þá mun það svo gott sem útiloka aðild Tyrklands að Evrópusambandinu. Hins vegar er það auðvitað þannig að til eru ýmsar leiðir til þess að koma í gegn mikið af þeim breytingum sem eru í stjórnarskránni ... Það er hins vegar spurning hversu langt menn geta gengið í því án þess að fara þá að ganga á hina lýðræðislegu niðurstöðu,“ segir Eiríkur. Eiríkur



Fleiri fréttir

Sjá meira


×