Erlent

Ítölsk herþyrla hrapaði; 4 létust

Ítölsk herþyrla hrapaði nálægt borginni Nassiriya í Írak í morgun með þeim afleiðingum að fjórir hermenn létust. Ástæður slyssins eru enn ókunnar en þetta er þriðja þyrlan sem hrapar í landinu á einni viku. Alls hafa tólf herþyrlur farist í Írak á seinustu tveimur árum vegna bilana, vonskuveðurs eða skotárása. Um þrjú þúsund ítalskir hermenn eru í Írak og þrjátíu og tveir Ítalir hafa fallið við skyldustörf í landinu. Aðstoðarvarnarmálaráðherra Ítalíu segir að rannsókn á hrapi þyrlunnar sé þegar hafin en þetta atvik muni ekki hafa nein áhrif á áframhaldandi þátttöku við uppbyggingu í Írak.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×