Innlent

Ráðherra óskar eftir upplýsingum

Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra hefur óskað eftir nákvæmum skriflegum upplýsingum frá breskum stjórnvöldum um atvikið sem átti sér stað þegar rúmlega áttatíu þúsund rúmlítrar af geislavirkum vökva láku úr skemmdu röri í endurvinnslustöðinni í Sellafield. Ráðherra ætlar jafnframt að taka málið upp á fundi norrænu umhverfisráðherranna í ágúst á þessu ári en Ísland hefur, ásamt hinum norrænu ríkjunum, ítrekað brýnt fyrir breskum stjórnvöldum þá hættu sem hreinleika Norður-Atlantshafsins stafar af losun geislavirkra efna frá endurvinnslustöðinni í Sellafield.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×