Innlent

Lýsa furðu á framkvæmd

"Reykjavíkurlistinn ætlar aldrei að læra. Fjárfestingar Orkuveitunnar í fjarskiptarekstri og risarækjueldi er búið að kosta borgarbúa milljarða og áfram er haldið," segir Guðlaugur Þór Þórðarson, fulltrúi sjálfstæðismanna í stjórn Orkuveitunnar. Í bókun sem sjálfstæðismenn lögðu fram á stjórnarfundi Orkuveitunnar í gær lýsa þeir furðu sinni á því að Orkuveitan taki þátt í að byggja upp frístundabyggð við Úlfljótsvatn. Sjálfstæðismenn segja að orkunefnd borgarinnar hafi skilað niðurstöðu um að fjárfestingar Orkuveitunnar tengist fyrst og fremst þeim sviðum sem fyrirtæki hafi sérþekkingu á og í ljósi þess komi þessi fjárfesting á óvart. Telja sjálfstæðismenn að afstaða Vinstri-grænna í málinu komi mjög á óvart og sé niðurstaða baktjaldamakks innan R-listans.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×