Innlent

Halldór skoðar skoska þingið

Halldór Blöndal, forseti Alþingis, er nú í heimsókn í Skotlandi í boði skoska þingforsetans til að kynna sér starfshætti skoska þingsins. Með þingforseta í för eru þrír þingmenn og forstöðumaður þingfundasviðs skrifstofu Alþingis. Sendinefndin mun eiga fundi með George Reid, forseta skoska þingsins, hitta fulltrúa frumkvöðla- og menningarnefndar þingsins og umhverfis- og landsbyggðarmálanefndar þess. Íslensku þingmennirnir munu einnig hitta starfsbræður sína sem sæti eiga í nefnd er fjallar um stöðu gelískrar tungu og ræða við fulltrúa úr sveitarstjórna- og samgöngunefnd skoska þingsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×