Innlent

Frjálslyndir krefjast rannsóknar

Frjálslyndi flokkurinn krefst ítarlegrar, opinberrar rannsóknar á allri starfsemi Einkavæðingarnefndar og vill að mat verði lagt á gerðir hennar og ráðherranna. Í samþykkt stjórnar flokksins segir að greinaflokkur Fréttablaðsins um einkavæðingu bankanna og VÍS beri vitni um spillta stjórnarhætti sem leggja verði af. Þingflokkur Frjálslyndra lagði ásamt þingflokki Vinstri grænna í fyrra fram beiðni um skýrslu frá forsætisráðherra um einkavæðingarferlið. Þeirri beiðni var hafnað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×