Innlent

Ráðherrann mun segja af sér

Forsætisráðherra Lúxemborgar, sem nú fer með forsæti í Evrópusambandinu, ætlar að segja af sér ef stjórnarskrá sambandsins verður felld í þjóðaratkvæðagreiðslu þar í landi. Jean-Claude Juncker varaði í dag við því að ef ekki næðist samstaða um langtíma fjárlög Evrópusambandsins í þessum mánuði þá yrði erfitt pólitískt ástand að hreinu neyðarástandi. Juncker segir að evran hefði veikst við það að stjórnarskráin var felld í Frakklandi og Hollandi en hún væri ennþá of hátt skrifuð miðað við dollarann. Forsætisráðherrann telur mikla nauðsyn á því að taka upp sameiginlega stjórnarskrá Evrópusambandsríkjanna. Í Lúxemborg verður gengið til þjóðaratkvæðagreiðslu um hana þann 10. júlí næstkomandi. Juncker segir að ef stjórnarskráin yrði felld myndi hann segja af sér. Það er þvert á það sem gerðist í Frakklandi og Hollandi þar sem ríkisstjórnirnar sitja sem fastast, þrátt fyrir að hafa beðið mikinn pólitískan ósigur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×