Erlent

Chirac til fundar við Schröder

Jacques Chirac, forseti Frakklands, fór til fundar við Gerhard Schröder, kanslara Þýskalands, í Berlín í dag. Fundurinn var ákveðinn með skömmum fyrirvara en leiða má líkur að því að aðalumræðuefnið verði ástandið innan Evrópusambandsins og staða þess eftir að bæði Frakkar og Hollendingar höfnuðu stjórnarskrá sambandins í þjóðaratkvæðagreiðslu á dögunum. Þjóðverjar samþykktu hins vegar stjórnarskrána fyrr á árinu með atkvæðagreiðslu sem aðeins fór fram innan þingsins. Talið er að leiðtogarnir vilji samræma aðgerðir í málinu fyrir ráðstefnu Evrópusambandsríkja sem fram fer síðar í mánuðinum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×