Innlent

Efi um Ríkisendurskoðun

Ríkisendurskoðun rannsakar nú upplýsingar sem snerta hugsanlegt vanhæfi Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra í söluferli ríkisbankanna síðla árs 2002. Gögn sem gáfu tilefni til athugasemda lágu þegar fyrir í minnisblaði ríkisendurskoðunar á fundi hennar með fjárlaganefnd á miðvikudag. Engu að síður segir í annarri samantekt Ríkisendurskoðunar sama dag að engar spurningar hafi vaknað um hæfi Halldórs. "Ég tel eðlilegra að leitað verði út fyrir raðir Ríkisendurskoðunar vegna fyrri niðurstöðu hans í málinu. Hættan er sú að hún lendi í þeirri stöðu að þurfa að endurskoða eigin álit," segir Lúðvík. Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna segir málið alvarlegt. "Það eitt að Ríkisendurskoðun sjái allt í einu ástæðu til þess að hefja skoðun á því hvort forsætisráðherra, þáverandi utanríkisráðherra, hafi verið vanhæfur vegna persónulegra hagsmunatengsla eða venslamanna hans þætti stór atburður í pólítík hvar sem er á byggðu bóli. Frumkvæðiskyldan hvílir vitanlega á þeim sem hefur upplýsingar um að hann kunni að vera vanhæfur. Halldóri Ásgrímssyni hefði í því tilviki borið að tilkynna opinberlega um hugsanlegt vanhæfi. Forystumenn stjórnarandstöðunnar ræddu bankasölumálið á fundi í gær, en þann fund sóttu meðal annars fulltrúar hennar í fjárlaganefnd. Steingrímur segir að rædd hafi verið sú staða sem Ríkisendurskoðun sé komin í. "Hún er í vaxandi mæli að endurskoða eigin verk, eigin niðurstöður, eigin skýrslur. Hægt er að kjósa sérstakar rannsóknarnefndir á vegum Alþingis ef þurfa þykir," segir Steingrímur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×