Innlent

Rógsherferð á hendur Halldóri

"Mér finnst það mjög alvarlegt þegar trúverðugleiki ríkisendurskoðunar er dreginn í efa. Hún var sett á stofn til að Alþingi gæti leitað til hennar og mér sýnist sem viðbrögð stjórnarandstöðunnar séu byggð á einhverju allt öðru en málefnalegri afstöðu," segir Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins. Hann segir að sér virðist ljóst að gagnrýni á einkavæðingu bankanna og meint vanhæfi forsætisráðherra sé að hluta til komin út af uppgjöf stjórnarandstöðunnar við að halda uppi málefnalegri gagnrýni. "Velmegun þjóðarinnar hefur aldrei verið meiri og kaupmáttur eykst. Þetta hefur leitt til þess að stjórnarandstaðan hefur gefist upp á að halda uppi málefnalegri gagnrýni. Þess vegna talar hún í rógi og með aðferðum Gróu á Leiti. Síðasta útspil hennar í bankamálinu er á sama stigi og allar aðrar gagnrýnisraddir sem frá henni hafa komið og hafa verið hraktar og þetta veit stjórnarandstaðan mætavel," segir Hjálmar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×