Innlent

Búist við úrskurði í dag

Búist er við að ríkisendurskoðandi skili í dag úrskurði um hvort Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra var vanhæfur þegar ríkisbankarnir voru seldir. Þetta er vegna tengsla fyrirtækis í eigu ráðherrans og fjölskyldu hans við S-hópinn svokallaða en þau tengsl voru ekki gefin upp í byrjun ferlisins. Stjórnarandstæðingar munu krefjast afsagnar ráðherrans ef ríkisendurskoðandi kemst að þeirri niðurstöðu að ráðherrann hafi verið vanhæfur. Í Fréttablaðinu í dag er haft eftir lögmanni sem sá um upplýsingagjöf fyrir S-hópinn að endurskoðunarfyrirtæki hafi gert mistök þegar upplýsingar um eignatengslin voru gefin upp en endurskoðunarfyrirtækið hafi byggt á gömlum gögnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×