Innlent

Davíð á ráðsfundi EES

Davíð Oddsson utanríkisráðherra sat í dag ráðsfund Evrópska efnahagssvæðisins í Lúxemborg. Ráðið er samráðsvettvangur EFTA-ríkjanna og Evrópusambandsins. Ráðherrarnir voru sammála um að framkvæmd EES-samningsins gengi vel. EFTA-ríkin ítrekuðu hins vegar áhyggjur sínar yfir banni Evrópusambandsins á notkun fiskimjöls í fóðri fyrir jórturdýr en þar á Ísland mikilla hagsmuna að gæta. EFTA-ríkin lögðu einnig áherslu á að loftferðasamningar verði gagnkvæmir en það myndi tryggja flugfélögum þeirra aðgang að innri markaði ESB.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×