Erlent

Guantanamo skaðar ekki ímyndina

Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, telur ekki að fangabúðirnar við Guantanamo-flóa á Kúbu skaði ímynd Bandaríkjanna. Hann segir fangana fá betri meðferð þar en þeir fengju nokkurs staðar annars staðar. Bandaríkjamenn hafa talsvert verið gagnrýndir fyrir fangabúðirnar á Kúbu þar sem þeir geyma fimmhundruð og fjörutíu fanga sem flestir voru teknir í Afganistan. Cheney gaf ekki mikið fyrir þá gagnrýni á blaðamannafundi í dag. Hann sagðist ekki telja búðirnar skaða orðspor Bandaríkjamanna á alþjóðavettvangi því þeir sem berjist mest fyrir því að þeim verði lokað séu hvort sem er andvígir stefnu þeirra. „Hvað starfshætti okkar þarna varðar held ég að meðferðin á föngunum sé mun betri en búast mætti við af nokkuri annarri ríkisstjórn í heiminum,“ sagði Cheney og bætti við að út frá þeim sjónarhóli sé óhætt að segja að stefna Bandaríkjamanna sé rétt. „En eins og forsetinn sagði um daginn erum við stöðugt að endurskoða þessi mál.“ Nokkrir bandarískir þingmenn, þeirra á meðal repúblikanar, hafa sagt að stjórnvöld ættu að íhuga þann möguleika að loka fangabúðunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×