Innlent

Gunnar Valur hættir í haust

Guðmundur G. Gunnarsson, forseti bæjarstjónar Álftaness, verður ráðinn í stöðu bæjarstjóra bæjarfélagsins frá og með 1. september næstkomandi. Ákvörðun um þetta var tekin á fundi bæjarstjórnar síðdegis í gær. Gunnar Valur Gíslason, fráfarandi bæjarstjóri, óskaði í bréfi til bæjarstjórnarinnar eftir því að láta af störfum í ágústlok af persónulegum ástæðum. Hann var ráðinn sveitarstjóri Bessastaðahrepps árið 1992 og hefur gegnt stöðu bæjarstjóra frá því 17. júní í fyrra, en þá var sveitarfélagið formlega gert að bæjarfélagi. Guðmundur G. Gunnarsson hefur verið oddviti hreppsnefndar frá árinu 1990, að tveimur árum undanskildum og er forseti bæjarstjórnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×